Á ég að láta það eftir mér?

Elmar Hallgríms Hallgrímsson.
Elmar Hallgríms Hallgrímsson. mbl.is/Golli

„Þetta getur verið erfið spurning sem ég velti ansi oft fyrir mér, sérstaklega þegar útsölurnar byrja. Það hljóta allir að sjá mikilvægi þess að fá sér nýjar skyrtur og jafnvel jakkaföt þegar herlegheitin hefjast. Allavega geri ég það. Þar sem ég er ábyrgur fjármálaþenkjandi einstaklingur er ég ávallt að leitast við að nýta peninga mína með sem bestum hætti og ákvað því í upphafi janúar að fjárfesta í nýjum jakkafötum hjá honum Pétri í Boss-búðinni. Þar sem einhverjar líkur eru á því að konan mín fái vitneskju um þennan pistil ætla ég ekkert að vera að upplýsa um hve mikið fötin kostuðu. En hvernig tengist þetta fórnarkostnaði? Með þessari ákvörðun, sem var vissulega hárrétt, fór hluti af mínum peningum til Péturs en á móti fékk ég jakkafötin. Jú, með því að nota peningana mína í fallegu bláu jakkafötin nýtti ég þá ekki til einhvers annars, svo sem að greiða inn á lán,“ segir Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lektor við viðskiptafræðideild HÍ, lögmaður og Dale Carnegie-þjálfari, í sínum nýjasta pistli: 

Allar ákvarðanir okkar fela það nefnilega í sér að við erum að velja einn kost en á móti að hafna einhverjum öðrum. Við erum því að fórna einum valkosti með því að velja annan. Ég og konan mín erum þessa dagana mikið að velta því fyrir okkur hvort við eigum að selja annan bílinn okkar. Mikil rökræða hefur átt sér stað og við erum alls ekki sammála. Eigum við að vera á einum bíl í stað tveggja? Allt þetta snýst um hvort við erum tilbúin að fórna þeim gæðum sem felast í því að geta verið á tveimur bílum en á móti sparað okkur nokkrar (jafnvel þónokkkrar) krónur. Okkar fórnarkostnaður í þessu tilviki eru peningar en á móti fáum við meiri sveigjanleika og gæði að einhverju leyti. Að sjálfsögðu væri hægt að segja að það væru aukin gæði að vera á einum bíl þar sem fjölskyldan væri meira saman en það er bara í einhverjum ævintýrum sem gerast á Sauðárkróki.

En hversu mikils virði er þessi viðbótarbifreið? Erum við hjónin frekar tilbúin að leggja til hliðar þá fjármuni sem fara í að reka þá bifreið (sem samkvæmt heimasíðu FÍB er aldrei undir einni millj. kr. á ári) og fara utan næsta sumar? Í þessu yndislega veðri í janúar hér á Íslandi hljómar það hreint ekkert illa að flatmaga í tvær vikur á ströndinni á Spáni eftir hálft ár. Hér skiptir líka máli að við erum sem betur fer ekki öll eins og metum gæði hluta með ólíkum hætti. Fyrir suma er nauðsynlegt að komast reglulega í frí til heitra landa og eru þeir þá tilbúnir að fórna ýmsu, svo sem bifreið, til þess að komast yfir slík gæði. Á meðan telja aðrir það ekki vera þess virði og vilja frekar leyfa sér að fara oft (kannski of oft) út að borða, kaupa sér nýjustu týpuna af 55 tommu flatskjá frá Samsung og ekki síst dressa sig upp reglulega í nýjum Boss-fötum.

Kannski má þó fara einhvern milliveg og ekki fórna algjörlega sumarfríinu á Spáni heldur fara í eina viku í stað tveggja og kannski velja ódýrara hótel. Í staðinn væri hægt að horfa til þess að fara ekki í dýrustu týpuna af Samsung-tækinu, nýta sér tveir-fyrir-einn-tilboð á veitingastöðum og ekki síst (sem verður þó erfiðast) að fá sér ekki ný jakkföt á hverju ári hjá Pétri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál