Gerði hráfæði fyrir einn virtasta sjónvarpskokk Bretlands

Solla gerði hráfæðilasagna fyrir þáttastjórnandann Rick Stein.
Solla gerði hráfæðilasagna fyrir þáttastjórnandann Rick Stein. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Solla Eiríksdóttir tók á móti sjónvarpskokkinum Rick Stein í dag. Solla eldaði hráfæðilasagna fyrir þáttinn hans og segir Stein hafa verið yfir sig hrifinn og áhugasaman um hráfæði. „Það hefur enginn gert hráfæði fyrir hann áður,“ segir Solla.

„Hann er með sjónvarpsþátt þar sem hann ferðast á milli landa og velur alltaf einhvern á hverjum stað til að elda fyrir sig. Og einhverra hluta vegna vildi hann fá að hitta mig. Það er ótrúlegur heiður,“  segir Solla sem hefur fylgst með Stein í gegnum tíðina. „Fyrir 10 árum síðan benti móðurbróðir minn mér á að kynna mér þáttinn hans og ég fór að horfa á þetta.  En þegar ég var beðin um að taka þátt þá kveikti ég ekki á hvaða maður þetta var. Svo allt í einu þegar ég sá hann í morgun þá hugsaði ég: „jááá, heyrðu það er þessi,“ útskýrir Solla og hlær.

„Nei, nei, ekkert stress,“ segir Solla aðspurð hvort að það hafi hellst eitthvað stress yfir hana áður en tökur á þessum vinsæla þætti hófust. „Það skemmtilega er að þessi þáttur er búinn að vera í gangi í svo ótrúlega langan tíma og allt þetta fólk er reynsluboltar. Þetta var bara ótrúlega skemmtilegt. Þau komu þarna inn til mín, allt miðaldra fólk sem kann sitt fag.“

Enginn gert hráfæði í þættinum áður

„Það sem mér finnst skemmtilegast er að hann er búinn að vera með þennan þátt svona ótrúlega lengi en það hefur enginn gert hráfæði fyrir hann áður. Ég gerði hráfæðilasagna, þetta er uppskrift sem má finna í nýju bókinni minni, Himneskt að njóta, sem ég gerði ásamt dóttur minni. Við erum síðan að koma með bók á Bretlands- og bandaríkjamarkað í sumar og í þeirri bók er ný uppskrift af hráfæðilasagna.“

„Stein féll fyrir hráfæðinu eða þessari matreiðsluaðferð sem hráfæði er. Hann skrifaði allt niður og var rosalega áhugasamur. Þátturinn verður svo sýndur að öllum líkindum seint í apríl eða í byrjun maí á BBC.“

Solla segir fólkið sem kom með Stein vera sannkallaða reynslubolta.
Solla segir fólkið sem kom með Stein vera sannkallaða reynslubolta. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Þátturinn verður sýndur á BBC í vor.
Þátturinn verður sýndur á BBC í vor. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál