Er alveg sama hvað öðrum finnst

Brynjar Steinn, eða Binni Glee, er afar vinsæll á Snapchat.
Brynjar Steinn, eða Binni Glee, er afar vinsæll á Snapchat. Ljósmynd / Tanja Ýr

Brynjar Steinn, eða Binni Glee líkt og hann er gjarnan kallaður, heldur úti sérlega vinsælum Snapchat-rekningi þar sem hann fjallar um allt milli himins og jarðar. Förðunarmyndbönd Brynjars hafa til að mynda vakið mikla eftirtekt, en hann er sérlega áhugasamur um tísku, förðun og allt það sem við kemur útliti almennt.

Mörg þúsund manns fylgjast að jafnaði með Brynjari á Snapchat, og fer þeim sífellt fjölgandi. En verður hann ekkert feiminn áður en hann birtir myndbönd sem svo margir geta séð?

 „Ég var það þegar ég byrjaði á Snapchat, en núna er þetta ekkert mál. Ég er bara ég sjálfur, og ég sýni það á snappinu. Ég hef ekkert að fela og þarf ekki að þykjast vera einhver annar en ég er. Mér er alveg sama hvað öðrum finnst. Ég er gera þetta því mér finnst það gaman,“ segir Brynjar sem nýlega fór að hafa áhuga á förðun og tísku.

 „Í fyrra byrjaði ég að fylgjast með strák sem heitir Bretman Rock. Mér finnst hann svo æðislegur og ótrúlega fyndinn. Hann setti myndbönd af sér á Instagram, þar sem hann var að mála sig, og mér fannst það svo geggjað. Hann er líka hálfur Filippseyingur og samkynhneigður eins og ég sjálfur. Ég lít mikið upp til hans, en hann er ástæða þess að ég byrjaði á þessu öllu saman.“

Fáir strákar í faginu

Í dag eru flestir tísku- og förðunarbloggarar konur. Fáir strákar eru í faginu, en hvernig hefur reynsla Brynjars verið?

„Mér finnst þetta æðislegt og líka mjög mikilvægt. Okkur vantar fleiri svona stráka hérna á Íslandi, og ég vil sýna fram á að strákar geta þetta líka ef þeir vilja.“

Spurður að því hvernig förðunartískan verði í vetur segist Brynjar ekki alveg viss, þótt hann vonist til þess að glimmer komi þar við sögu. Hann á heldur ekki í neinum vandræðum með að velja eftirlætisförðunarvörurnar sínar, sem eru varalitirnir HYPNO frá Ofra og LEO frá Kylie Cosmetics. En lumar hann á einhverjum ráðum fyrir klaufa sem kunna alls ekki að mála sig?

 „Það sem ég gerði var að fylgjast með förðunarsnöppurum, og ég  horfði reglulega á förðunarmyndbönd á Youtube. Það hjálpaði mér mjög mikið,“ játar Brynjar, sem sjálfur á nokkra uppáhalds-snappara.

„Í augnablikinu er það „solrundiego“ en svo eru það „gsortveitmakeup“ og „sigrunsigurpals“. Mér finnst líka mjög gaman að fylgjast með hinseginleikanum.“

Brynjar eyðir að sjálfsögðu ekki öllum sínum tíma í samfélagsmiðla, enda er hann í skóla og vinnu, auk þess sem hann æfir crossfit og eyðir tíma með vinum sínum. En hvar sér hann sjálfan sig eftir fimm ár?

 „Ég verð mögulega að ferðast út um allt, því ég hef mjög gaman af því að ferðast og mig langar rosa mikið að gera það. Hvað förðun varðar held ég að ég verði bara að gera það sama, nema ég verð orðinn flinkari. Tek kannski að mér farða kúnna og svona. En maður veit aldrei hvað gæti gerst,“ segir Brynjar að endingu.

Binni segist bara vilja vera hann sjálfur, enda hafi hann …
Binni segist bara vilja vera hann sjálfur, enda hafi hann ekkert að fela. Ljósmynd / Brynjar Steinn Gylfason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál