„Ég er gríðarlega hip og kúl“

Dr. Gunni segir ekkert jafn hallærislegt eins og það að …
Dr. Gunni segir ekkert jafn hallærislegt eins og það að reyna að vera töff. Ljósmyndari / Eva Björk Ægisdóttir

Nú stendur yfir málverkasýning Atvik þar sem Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, sýnir verk sín.

 „Ég mála á plötuumslög. Allt í einu fannst mér það góð hugmynd. Mjög gömul plötuumslög voru alltaf prentuð á þykkan pappír og það er náttúrlega mikið til af lélegum plötum til í heiminum sem enginn vill eiga. Þannig að ég notaði pappann í þetta og henti plötunum. En það eru náttúrlega nýjar plötur inni í, það er nýjasta platan með Dr. Gunna sem heitir líka Atvik og er 18 laga eins og myndirnar. Og bara til í 18 eintökum,“ segir Dr. Gunni, en þegar þetta er skrifa eru aðeins tvær plötur óseldar.

Dr. Gunni segist ekki sækja innblástur í aðra listamenn, heldur geri hann einfaldlega það sem hann getur með penslinum.

„Ég er þarna einhvers staðar á milli Ísaks Óla, stráksins sem málar Tinna, og Hallgríms Helgasonar sem er alltaf með sjálfan sig í forgrunni. Og svo er ég mjög hrifinn af svona „naїve“ list. Það er listastefna þar sem allskonar fólk sem kann ekkert, og er ólært, er að mála. Það er svona eins og Stefán frá Möðrudal og fleiri kappar í hans dúr. Þar sem þetta kemur bara beint af kúnni, án þess að það sé verið að reyna að vera hip og kúl.“

Syningin fer fram á Kaffi mokka.
Syningin fer fram á Kaffi mokka. Ljósmyndari / Gunnar Kristinsson

Aðspurður segist Gunni ekki reyna að vera hip og kúl, en bætir þó við að auðvitað sé mest töff að vera ekkert að rembast við að vera hip og kúl.

„Þetta vita allir alvöru hipsterar. Það er ekkert eins aumkunarvert og eitthvert lið sem er að reyna að vera hip og kúl. Þú verður ekkert hip og kúl nema að vera hip og kúl. Ég er gríðarlega hip og kúl,“ segir Dr. Gunni glettinn.

„Til að vera hip og kúl verður maður að sleppa því að vera hip og kúl og vera alltaf á móti öllu sem er hip og kúl. Þannig er maður alltaf hip og kúl. Meikar þetta ekki rosa sens?“ spyr doktorinn og hlær.

Gunni segist ekki ætla að leggja pensilinn á hilluna á næstunni, en hann er með nokkur verkefni í bígerð.

„Ég er nú þegar farinn að upphugsa nokkrar stórafmæligjafir. Og svo er komin ein sérpöntun. Ekkert umfram þetta. Þetta er svo rosaleg skuldbinding að vera með „deadline“ fram í tímann og þurfa svo að standa við það og eyða öllum frítíma sínum í að mála,“ segir Dr. Gunni að endingu, og þvertekur fyrir að greina nánar frá sérpöntuninni sem er algert leyndarmál.

Sýningin fer fram á Kaffi mokka á Skólavörðustíg, og stendur yfir til 30. nóvember.

Dr. Gunni spjallar við gesti á opnun sýningarinnar.
Dr. Gunni spjallar við gesti á opnun sýningarinnar. Ljósmyndari / Gunnar Kristinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál