Skotheld minnisaðferð

Staðaraðferðin auðveldar fólki að læra hluti utan að.
Staðaraðferðin auðveldar fólki að læra hluti utan að. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er til fólk sem kann ótrúlegustu hluti utanbókar á meðan annað fólk á erfitt með að læra nokkra hluti utan að fyrir próf. Utanbókarlærdómur ætti nú að verða auðveldur öllum, það er að segja ef fólk nota staðaraðferðina.

Samkvæmt Time er aðferðin einföld. Þú velur einhverja leið sem þú ert vanur að fara, til dæmis heiman frá þér í vinnuna. Á leiðinni eru ákveðin kennileiti og við þau festirðu atriðin sem þú þarft að muna. Rannsakendur hafa komist að því að þessi aðferð gagnist ekki bara utanbókarlærdómi heldur einnig styrki hún minnið.

Rannsókn sem gerð var í Hollandi prófaði 17 manneskjur með ofurminni og 51 manneskju með venjulegt minni. Fólkið fékk 20 mínútur til þess að muna 72 orð. Þeir sem voru með ofurminni mundu að meðaltali 71 orð en fólk með venjulegt minni mundi bara 40 orð. Þeir sem voru með venjulegt minni fengu síðan sex vikna námskeið í staðaraðferðinni. Þegar fólkið fór í prófið aftur náði það að muna næstum því jafnmörg atriði og fólkið með ofurminnið.

Það er hægt að þjálfa heilann.
Það er hægt að þjálfa heilann. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál