Þrjú ráð til þess að verða ríkur

Bill Gates er ríkur maður.
Bill Gates er ríkur maður. mbl.is/AFP

Steve Siebold, rithöfundur, frumkvöðull og sérfræðingur í andlegum styrk, skrifaði bókina How Rich People Think. Siebold tekur fram nokkur atriði sem fólk þarf að hafa í huga ef það ætlar að efnast. 

Samkvæmt Mydomaine trúir Siebold því að hver sem er geti orðið ríkur. „Eins og með flest annað í lífinu, að verða góður í að laða að sér peninga er ekkert frábrugðið því að verða góður í einhverju öðru, hvort sem það er að vera undir pari í golfi, grennast eða ná tökum á nýju tungumáli,“ skrifaði Siebold í bók sinni.

Hér eru þrjú atriði sem Siebold telur að fólk ætti að hugsa um en hann hefur tekið viðtöl við yfir þúsund manns til þess að komast að því hver galdurinn er. 

Að kaupa það sem þú hefur ekki efni á

Það eru margir sem lifa um efni fram. Í stað þess að eyða peningunum ætti fólk að reyna að fjárfesta áður en það byrjar að eyða í eitthvað sem það hefur ekki efni á. 

Föst vinna

Margt ríkt fólk hefur hætt í níu til fimm vinnunni sinni til þess að byggja upp sín eigin fyrirtæki. Um leið og föst vinna er öruggasta leiðin til þess að græða peninga þá tekur sú leið líka lengstan tíma segir Siebold.

Sparnaður

Ríkt fólk hugsar að sjálfsögðu um að spara en það sem er mikilvægara er að það hugsar um að græða peninga.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál