Óþekk börn verða tekjuhærri

Óhlýðin börn eru líklegri til að fá hærri tekjur seinna …
Óhlýðin börn eru líklegri til að fá hærri tekjur seinna meir. mbl.is/Thinkstockphotos

Rannsókn sýndi að börn sem hundsuðu reglur og óhlýðnuðust foreldrum sínum voru líklegri til að vera með hærri laun. Það er því líklegt að barnið sem heimtar stærstu kökusneiðina heimti mestu launahækkunina. 

Samkvæmt Indy100 voru 700 manneskjur skoðaðar frá barnsaldri fram á miðjan aldur. Eftir að hafa skoðað hversu vel börn fylgdu reglum, hversu námsfús, frek og óhlýðin þau voru og báru það saman laun kom í ljós að þau erfiðu voru með hærri laun. 

Rannsóknin er hins vegar ekki gallalaus enda er ekki tekið til greina hvaða starfsvettvang fólk hefur kosið sér. Því er ekki gerður greinarmunur á glæpamanni eða lögfræðingi. Samt sem áður er persónuleiki fólks betur til þess fallinn en til dæmis greindarvísindatala að spá fyrir um hvernig manneskju á eftir að ganga í lífinu. 

mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál