Hoppaði út úr flugvél í 14 þúsund feta hæð

Kolbrún Ýr Sturludóttir.
Kolbrún Ýr Sturludóttir.

Ferða-áhrifavaldar hafa verið að færast í aukana síðustu ár þar sem æ fleira fólk er að uppgötva þennan bransa. Í samstarfi við ýmis fyrirtæki ferðast þessir áhrifavaldar um heiminn og birta myndir af fallegum ferðamannastöðum á meðan þeir vekja athygli á styrktaraðilum. Tísku- og ferðafyrirtæki hafa verið áberandi styrktaraðilar ferða-áhrifavalda þar sem þeir auglýsa skemmtilega áfangastaði í fallegum fötum.

Kolbrún Ýr Sturludóttir er 23 ára og starfar sem ferða-áhrifavaldur hér á Íslandi ásamt kærasta sínum Alex Michael Green þar sem þau ferðast í kringum um allan heim og birta fallegar myndir og myndskeið á samfélagsmiðlum. Kolbrún er með rúmlega 8.000 fylgjendur á Instagram og fer þeim ört fjölgandi.

Kolbrún og kærasti hennar, Alex Michael Green.
Kolbrún og kærasti hennar, Alex Michael Green.

Var alltaf ætlunin að gera feril út frá því að birta myndir?

Nei, það var alls ekki planið. Höfum bæði alltaf haft gaman af því að taka myndir og taka upp myndbönd. Ætli þetta byrjaði ekki þegar ég var að fara í Asíu reisu, þá keypti ég mér GoPro-myndavél fyrir ferðina og var að taka upp til að eiga minningar. Þegar ég var komin til Balí þá kom Alex út og hitti mig. Þá fórum við að taka myndir og taka upp og gerðum okkar fyrsta myndband úr ferðinni sem var fáránlega skemmtilegt. Þegar við komum heim þá sagði ég við hann að ég vildi fara með þetta lengra og gera meira úr þessu. Honum fannst það góð hugmynd, við keyptum dróna og skelltum okkur í bílferð út á land og byrjuðum að prufa okkur áfram. Þannig byrjaði þetta allt saman.

Hvenær byrjaði fylgjendahópurinn að stækka?

Við byrjuðum að stækka þegar aðrar stærri Instagram-síður byrjuðu að birta myndböndin og myndirnar okkar, en svo bara snýst þetta rosa mikið um að búa til gott efni, vera virk og hafa nógu mikið af myllumerkjum undir myndinni. 

Hvernig virkar þessi bransi?

Ég hef ekki hugmynd um það! Mér finnst bara gaman að taka flottar myndir, gera flott myndbönd og deila því með heiminum.

Hver myndirðu segja að væri stærsti fylgjendahópurinn þinn?

Ég er með mjög marga Muhammed, þeir hafa allir áhuga á að giftast mér í gegnum Instagram. Annars bendir tölfræðin mér á að helmingurinn sé fólk hér heima á Íslandi og hinn helmingurinn áhugsamir ferðamenn að utan.

Hvernig verður maður ferða-áhrifavaldur?

Sko fyrir okkur var þetta einfalt, það var annaðhvort allt eða ekki neitt, maður nær ekkert að koma sér á framfæri nema leggja 100 prósent metnað í svona verkefni. Ég mæli með Youtube sem kennslutæki, við lærðum allt sem við kunnum á Youtube varðandi myndböndin okkar og myndvinnslu.

Áttu fyrirmyndir í bransanum?

Já, hún @wheresmollie er ástæðan af hverju ég keypti mína fyrstu GoPro-myndavél fyrir reisuna, hún hefur lengi verið í uppáhaldi. Við Alex fylgjumst mjög mikið með @sam_kolder hann er að gera rugl góða hluti. Hérna heima eru @asasteinars og @sorelleamore báðar ekkert smá góðar í því sem þær eru að gera.

Hvað hafið þið farið til margra landa síðan þið byrjuðuð?

Við erum alltaf að ferðast! En við erum auðvitað mjög mikið hérna heima líka að taka upp því við áttuðum okkur á því eftir að keyrt hringinn í kringum Spán að Ísland er einfaldlega einn fallegasti staður í heimi og býður upp á svo marga fallega staði til þess að skoða. Við keyrðum í kringum Kaliforníu-ríki svo fór Alex sjálfur til Asíu að taka upp í samstarfi við Kilroy. Það hafa svo verið litlar ferðir hér og þar. En eins og ég segi við búum á Íslandi, það verður ekkert mikið fallegra en það.

Hvernig ákveðið þið hvaða staðar skal fara til næst?

Við reynum alltaf fyrst og fremst að finna eitthvað nýtt, sem fólk veit ekki að er til og fáir hafa verið á. Til að finna þessa staði ligg ég á netinu og gúggla mig áfram og skoða ferðabækur. Google og Google-kort eru mínir bestu vinir í þessu. Það er fullt af stöðum sem við eigum eftir, þótt við höfum komist á ótrúlegustu staði á ferðmaskínunni okkar, Toyota Aygo, þá þarf sumt að bíða þangað til að jeppi er kominn inn á heimilið.

Hvað er eftirminnilegasta minningin þín úr ferðalagi?

Á svo mikið af góðum minningum en ég verð að segja að eftirminnilegasta sé að þegar ég var í Ástralíu og hoppaði út úr flugvél í 14.000 feta hæð (4.300 metrar). Það er bara ekkert hægt að lýsa í orðum þeirri tilfinningu og maður gleymir því seint.

Hverjir eru uppáhaldsstaðirnir ykkar?

Uppáhaldsstaðurinn okkar er sófinn heima og Netflix. En fyrir utan það þá er ég sjúk í fossa eins og sést á Instagraminu mínu, en Dynjandi á Vestfjörðum er minn uppáhalds hérna heima. Ef ég ætti að velja mér uppáhaldsborg það væri það San Francisco.

Ertu með einhver ráð fyrir fólk sem að ferðast mikið?

Alltaf að prófa eitthvað nýtt, gera ekki alltaf þetta týpíska, frekar verið öðruvísi. Aldrei plana of mikið, því skemmtilegustu hlutirnir eru oftast þeir sem voru ekkert planaðir. Fólkið sem þú ferðast og kynnist gerir oftast meira fyrir ferðina heldur en áfangastaðurinn. Muna að njóta.

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Kollu og Alexar á Instagram-síðum þeirra @kollayr og @alexmg1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál