Farsælt fólk sem sefur allt of lítið

Theresa May þarf að hafa áhyggjur af öðru en svefni …
Theresa May þarf að hafa áhyggjur af öðru en svefni sem forsætisráðherra. Hún virðist þó vera geispandi á þessari mynd frá breska þinginu. mbl.is/AFP

Góður svefn er lífsnauðsynlegur og kemur okkur í gegnum daginn. Oftast er talað um átta klukkustunda svefn til þess að miða við. Það er mikið að gera hjá fólki sem hefur náð langt á framabrautinni en það hefur heldur betur komið niður á svefnvenjum þeirra eins og fram kemur í grein Business Insider

Jack Dorsey, einn stofnenda Twitter, sefur fjóra til sex tíma

Tæknibreytingar gerast hratt og því má tæknifrumkvöðullinn Jack Dorsey ekki við því að sofa of lengi. Árið 2011 sagði hann að hann eyddi tíu klukkutímum í fyrirtækið Square og átta til tíu tímum í Twitter. Sem gefur honum ekki mikinn tíma til að sofa. Samt sem áður vaknar hann kukkan hálfsex á morgnana og fer út að hlaupa. 

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sefur í þrjá til fjóra tíma

Trump þakkar litlum svefni árangur sinn. Með því að sofa aðeins þrjá til fjóra tíma segist hann vera skrefi á undan keppinautum sínum. „Hvernig getur einhver sem sefur 12 til 14 klukkutíma á dag keppt við einhvern sem sefur þrjá eða fjóra?“ sagði Trump. 

Indra Nooyi, framkvæmdastjóri Pepsi, sefur í fjóra tíma

Nooyi er viðskiptakona og hefur þurft að fórna svefni til að komast á þann sann stað sem hún er á. Hún hefur sagst sofa aðeins fjóra klukkutíma á nótt. 

Indra Nooyi, forstjóri Pepsi Co.
Indra Nooyi, forstjóri Pepsi Co. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fatahönnuðurinn Tom Ford sefur þrjá tíma

Tom Ford þakkar ekki hæfileikum sínum fyrir árangur sinn heldur orku sinni. Orka Tom Ford verður að teljast mjög mikil sérstaklega í ljósi þess að hann sefur einungis þrjá klukkustundir á nóttinni. 

Theresa May, forsætisráðherra Breta, sefur fimm til sex tíma

Þegar May var enn innanríkisráðherra sagði hún að hún svæfi vanalega í kringum fimm til sex tíma. „Í þessu starfi færðu ekki mikinn svefn,“ sagði hún um forsætisráðherrastarfið. Það er því ólíklegt að svefntími May hafi eitthvað lengst. 

Richard Branson, stofnandi Virgin-flugfélagsins, sefur fimm til sex tíma

Branson er sagður sofa frá miðnætti til fimm eða sex á morgnana. 

Tom Ford.
Tom Ford. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál