Eyðir þú of miklu í mat?

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi.
Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

„Margir upplifa að eyða of miklu í mat. En er raunhæft að lækka matarkostnaðinn fyrir fullt og allt?

Sjálf hef ég lesið ógrynni af greinum og bókum þar sem fjallað er um ýmsar leiðir til að lækka kostnað við matarinnkaupin og skipuleggja eldamennskuna. Margir af þeim sem hafa verið hjá mér á námskeiðum og í einkaþjálfun hafa einnig deilt þeim áskorunum sem þeir standa frammi fyrir þessu tengt,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching í sínum nýjasta pistli: 

Ég hef reynt ýmislegt og komist að því að eins og með flest annað, er engin ein leið sem hentar öllum. Ástæðan er sú að við erum ólík og höfum bæði mismunandi venjur og þarfir.

Tvennt á þó við um okkur öll. Við þurfum að borða og við viljum gjarnan halda niðri kostnaði við matarinnkaupin.

Fyrir þá sem hafa keppnisskap getur verið gott að hugsa að þá peninga sem sparast með ráðdeild og skipulagi megi nota til þess að gera eitthvað skemmtilegt. Til dæmis að fara á kaffihús eða leggja fyrir og safna fyrir draumafríinu.

Hér á eftir fara nokkur ráð. Taktu það sem þér geðjast að og láttu á það reyna. Það gæti virkað fyrir þig og þitt heimili. Ef ekki, er um að gera að gefast ekki upp heldur halda áfram að reyna.

Almenn markmið

  • Nýta vel það sem keypt er inn
  • Henda helst ekki mat
  • Skipulag og ráðdeild

Tímaskortur

Langir vinnudagar, skutl í íþróttir seinni partinn og umferðaröngþveiti geta gert það að verkum að margir freistast til að kaupa tilbúinn mat til að redda kvöldmatnum. Þó svo að það geti verið dásamlegt af og til, getur það líka verið kostnaðarsamt og jafnvel leiðigjarnt til lengri tíma litið.

Hví ekki að laga nokkra geymsluþolna rétti á sunnudögum og hafa tilbúna í ísskápnum til að grípa í? Til dæmis góða súpu, lasagna eða pottrétt sem auðvelt er að hita upp. Einnig er hægt að búa til pastasósu og setja í krukkur. Það er fljótlegt að sjóða pasta og blanda saman við.

Það er gott að hafa í huga að laga rétti sem öllum þykja góðir og líklegt er að muni klárast. Það er nefnilega enginn sparnaður að henda mat. Hvorki fyrir budduna né umhverfið.

Skipulagsleysi

Sumir af þeim sem ég hef unnið með í markþjálfuninni hafa borið fyrir sig skipulagsleysi þegar kemur að matarinnkaupunum. Rannsóknir sýna að þeir sem notast við innkaupalista eyða að jafnaði minna í mat. Svo það er gott ráð að gera innkaupalista. Það getur þó verið áskorun að halda sig við hann, því það getur verið margt sem glepur þegar í matvöruverslunina er komið.

Góð undantekning frá reglunni er þó þegar um tilboð er að ræða. Þá er samt gott að spyrja sig hvort tilboðsvaran verði örugglega notuð og/eða hvort hægt sé að frysta hana eða geyma með öðrum hætti. Hér komum við aftur að markmiðinu um nýtingu.

Annað sem gott er að muna er að fara ekki svangur í búðina því þá er líklegra að hvatvísin nái yfirhöndinni. Reyndu frekar að skipuleggja matarinnkaupin, til dæmis á laugardögum eftir morgunmat eða hádegismat.

Sumir skrifa niður hvað á að vera í matinn alla vikuna og fara svo í búðina til að kaupa inn það sem vantar í þá rétti. Aðrir skoða hvað til er í skápunum og frystinum áður en þeir gera lista yfir það sem þeir þurfa að bæta við til að gera sem mest úr því sem til er. Enn aðrir hafa til dæmis alltaf fisk á mánudögum, pizzu á föstudögum osfrv. Margir hafa líka afganga að minnsta kosti eitt kvöld í viku. Annað sem ég hef reynt er að fresta því að fara í búðina þangað til daginn eftir og skora á sjálfa mig að elda eitthvað gott úr því sem til er.

Líta aldrei á verðmiðana

Sumir þeirra sem ég hef unnið með hafa aldrei litið á verðmiða í verslunum. Þeir kaupa bara það sem þá vantar án þess að velta því fyrir sér. Ef þú samsamar þig með þessum hópi, er ráð að taka ákvörðun um að breyta þessu. Prófaðu að gera þetta að skemmtilegum leik. Geymdu nóturnar úr búðinni og berðu saman hversu mikið þú getur lækkað kostnaðinn við matarinnkaupin.

Það er líka um að gera að kenna börnum að bera saman verð og gera hagstæð innkaup. Þau geta haft bæði gagn og meira að segja gaman af.

En hvaða aðferð sem þú ákveður að prófa, gerðu það með opnum huga og finndu hvað hentar þér og þínu heimili.

mbl.is

Er hægt að stækka brjóst með fituflutningi?

08:30 Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, er spurð að því hvort hægt sé að stækka brjóst með því að sjúga fitu af öðrum líkamshlutum. Meira »

„Ég er 40 ára og hef aldrei átt kærustu“

Í gær, 23:59 „Í hvert skipti sem ég hitti konu, ég veit ekki, ég þjáist af mjög sérstökum félagslegum klaufaskap. Það er erfitt fyrir mig að virka á allan hátt, þar á meðal að anda. Afleiðingin: ég er 40 ára og hef aldrei átt kærustu.“ Meira »

Vann sig í gegnum erfiða lífsreynslu

Í gær, 21:00 „Á þessum tíma var ég að vinna mig frá erfiðum tímabilum sem höfðu bankað upp á í mínu lífi og ég bara verð að viðurkenna að það opnaðist nýr heimur fyrir mér þegar ég lærði markþjálfunina og í framhaldinu einnig NLP-markþjálfun.“ Meira »

Mjög erfitt á köflum með tvo litla skæruliða

Í gær, 18:00 „Allt í einu á ég lítið barn sem ég ber ábyrgð á að vaxi og dafni á meðan það lærir á lífið. Það er yndisleg tilfinning að fá svona litla mannveru í hendurnar og takast á við þau verkefni sem fylgja því,“ segir Olga Helena Ólafsdóttir. Meira »

Tíu plastlausir andlitsskrúbbar

Í gær, 15:00 „Almenningur er farinn að átta sig á áhrifum plastnotkunar en örplast í snyrti- og hreinsivörum, sérstaklega í skrúbbum og tannkremum, er byrjað að valda mikilli umhverfismengun í hafinu. Örplast er eins og svampur og drekkur í sig eiturefni umhverfis það, fiskarnir gleypa örplastið, við borðum fiskinn og þannig veldur þessi hringrás því að við erum að innbyrða þessi hættulegu efni.“ Meira »

Spikið burt með einum plástri

Í gær, 12:17 Vísindamenn eru að þróa plástra sem geta minnkað fitu um 20 prósent. Bráðum getum við sleppt því að fara í ræktina og plástrað á okkur líkamann. Meira »

Áföllin komu Thelmu áfram

Í gær, 09:17 Thelma Dögg Guðmundsen opnaði sinn eigin vef á dögunum, Guðmundsen.is. Sjálf kynntist ég Thelmu örlítið þegar hún keppti í Ísland Got Talent í fyrra en hún syngur ákaflega vel og heillaði áhorfendur upp úr skónum. Thelma segir að áföll í lífinu hafi komið henni á þann stað sem hún er núna á. Meira »

Korter í áttrætt með hárlengingar

Í gær, 11:00 Jane Fonda mætti mætti í bleikum kjól með hárlengingar og sléttað hár á Emmy-verðlaunahátíðina. Hárgreiðslan var ágætis tilbreyting frá annars fallega liðaða hárinu sem hún hefur skartað að undanförnu. Meira »

Baðkarið var í eldhúsinu

í gær Hollywood-stjörnur á borð við Susan Sarandon búa yfirleitt í glæsihýsum en það er ekki þar með sagt að þær hafi alltaf gengið um á marmara. Meira »

Trúboðastellingin sú næsthættulegasta

í fyrradag Nú er það komið í ljós að gamla góða rólega trúboðastellingin er alls ekki eins einföld og fólk heldur.   Meira »

Fallegt hönnunarhús í Hafnarfirði

í fyrradag Við Miðholt í Hafnarfirði stendur glæsilegt 199 fm einbýli sem byggt var 1992. Hugsað er út í hvert smáatriði í húsinu.   Meira »

Brjóstastækkun eftir barnsburð

í fyrradag Íslensk kona spyr Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni hvað hún þurfi að bíða lengi eftir barnsburð til að láta laga á sér brjóstin. Meira »

Þessar tóku feilspor á rauða dreglinum

í fyrradag Það er ekki alltaf hægt að mæta best klæddur á rauða dregilinn. Reese Witherspoon og Modern Family-stjörnurnar Ariel Winter og Sarah Hyland fengu að finna fyrir því á Emmy-verðlaunahátíðinni. Meira »

Bergur Þór Ingólfsson stjarna kvöldsins

18.9. 1984 í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöld. Ekki varð þverfótað fyrir þekktu fólki á frumsýningunni. Meira »

Réttar æfingar fyrir hvern líkamsvöxt

17.9. Það gæti verið að uppáhaldslíkamsræktaræfingin þín sé ekki að gera mikið fyrir þig. Hvort er þú þéttvaxinn, grannvaxinn eða kraftmikill? Meira »

Grindarbotnsvöðvarnir láta þig planka rétt

17.9. Það eru ekki bara nýbakaðar mæður sem eiga gera grindarbotnsvöðvaæfingar. Ef þú nærð til dæmis ekki að virkja grindarbotnsvöðvana í planka er staðan ekki rétt. Meira »

Einkabörn halda oftar framhjá

í fyrradag Slæmar fréttir fyrir þá sem eru í sambandi með einkabarni en samkvæmt nýjustu tölum eru þau mun líklegri til þess að halda framhjá maka sínum. Meira »

„Hrein bilun að gefa ómálga barni ís“

18.9. Sigrún Þorsteinsdóttir, klínískur sálfræðingur og umsjónarmaður vefsíðunnar Café Sigrún, hefur ekki borðað sykur í fjöldamörg ár. Meira »

Fjórar ferskar munnmakastellingar

17.9. Það liggur beinast við fyrir konur að liggja á bakinu þegar þeim eru veitt munnmök. Hins vegar er ekki bara gott að breyta aðeins til öðru hverju heldur bráðnauðsynlegt. Meira »

Elskar fellingarnar vegna nektar-jóga

17.9. Fyrir tveimur árum uppgötvaði hin 28 ára Jessa O'Brien nektar-jóga og lærði þannig að elska sjálfa sig.   Meira »