Gallinn við að vera fallegur

Brad Pitt þykir ekki svo ómyndarlegur.
Brad Pitt þykir ekki svo ómyndarlegur. mbl.is/AFP

Það þykir eftirsóknarvert að vera fallegur enda getur það haft sína kosti. Fólk græðir þó ekki bara á því að vera aðlaðandi, það getur nefnilega misst af atvinnutækifærum, þetta á þó einungis við um óeftirsóknarverð störf. 

Vefurinn Quarts at Work greinir frá því að aðlaðandi fólk er síður ráðið í vinnur sem þykja ekki mjög eftirsóttar. Útlitið skiptir því máli þegar kemur að atvinnuleit en ekki endilega bara flott útlit. 

Samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var við London Business School kom í ljós að fólk sem var að ráða fólk inn gerði sér upp þær hugmyndir að fólk sem þykir aðlaðandi vildi frekar fá störf sem þættu almennt eftirsóttari og flottari. 

Niðurstöður rannsóknarinnar benda því til þess að við kjósum ekki bara að vera í kringum aðlaðandi fólk heldur vinnum við líka að því að setja aðlaðandi fólk í betri stöður þar sem við höldum að það verði ánægðara í slíkum stöðum. 

Nemendur og mannauðsstjórar tóku þátt í rannsókninni og fengu þeir sem áttu að ráða einungis andlitsmynd af tveimur manneskjum sem þurfti að velja á milli. 

Útlitið hefur líklega ekki staðið í vegi fyrir velgengni spænsku …
Útlitið hefur líklega ekki staðið í vegi fyrir velgengni spænsku leikarahjónanna Penelope Cruz og Javier Bardem. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál