Demi Moore vill fá 10,2 milljarða fyrir þakíbúðina

Demi Moore vill fá 10,2 milljarða fyrir þakíbúðina sína.
Demi Moore vill fá 10,2 milljarða fyrir þakíbúðina sína. nytimes.com/AFP

Leikkonan Demi Moore hefur nú sett þakíbúð sína í New York á sölu. Ásett verð er 10,2 milljarðar króna.

Moore keypti íbúðina ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Bruce Willis, árið 1990. Moore og Willis bjuggu saman í íbúðinni á sínum tíma og tóku hana í gegn. Þau létu skipta um glugga, innréttingar og hurðir svo eitthvað sé nefnt. Íbúðin, sem er 650 fermetrar, er dýr í rekstri en um 2,4 milljónir fara í viðhald á mánuði.

Íbúðin hefur að geyma 14 herbergi, bókasafn og stórar svalir sem umlykja íbúðina svo eitthvað sé nefnt.

Byggingin sem íbúðin er í var hönnuð árið 1929 af Emery Roth. Íbúð Moore er í öðrum af tveimur turnum byggingarinnar. Í hinum turninum býr Bono, söngvari hljómsveitarinnar U2. 

Skjáskot af heimasíðu New York Times.
Skjáskot af heimasíðu New York Times.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál