Svona á þá að þvo hárið

Nýjasta nýtt er að setja hárnæringuna í hárið á undan …
Nýjasta nýtt er að setja hárnæringuna í hárið á undan sjampóinu.

Nú hefur Nina Dimachki, listrænn stjórnandi hárvörufyrirtækisins Kérastase, boðað byltingu í hárbransanum. Það er nefnilega betra að setja hárnæringu í hárið á undan sjampóinu.

Á vefnum Refinery29 kemur fram að þessi aðferð henti vel þeim sem að eru með þunnt, litað eða fitugt hár. „Það að setja hárnæringuna fyrst er frábær leið til að næra fíngert hár án þess að það verði líflaust. Þá helst hárið lengur eftir blástur og næringin undirbýr það fyrir sjampóið og gerir það að verkum að það verður auðveldara að þrífa hárið.“ Aðferðin virkar líka ef fólk er með þykkt hár en þá getur verið sniðugt að nota hárnæringu, sjampó og svo aftur næringu að sögn Dimachki.

Þá segir Dimachki að ef fólk prufi þessa nýju aðferð sé um að gera að setja næringuna í allt hárið, frá rót og niður, ekki bara neðst eins og maður er vanur. Hún segir að hárið verði ekki fitugt þar sem það er þvegið strax.

Bloggarinn Brooklyn Ashley lofaði þessa nýju aðferð á vefsíðu sinni og sagði að hárið hefði orðið glansandi og þykkara eftir þvottinn. 

Sarah Jessica Parker er með geggjað hár. Ætli hún noti …
Sarah Jessica Parker er með geggjað hár. Ætli hún noti hárnæringu áður en hún setjur sjampó í hárið? mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál