14 ára fyrirsæta Dior veldur usla

Hin 14 ára Sofia Mechetner á sýningu Christian Dior.
Hin 14 ára Sofia Mechetner á sýningu Christian Dior. AFP

Tískuhús Christian Dior hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir að nota 14 ára fyrirsætu þegar þegar nýjasta haust/vetrar-línan var kynnt á tískuvikunni í París fyrr í mánuðinum. Hin 14 ára Sofia Mechetner gekk fyrst inn tískupallinn á sýningunni en hún er einnig andlit nýjustu auglýsingaherferðar merkisins.

Margt fólk fordæmir ákvörðun Raf Simons, listræns stjórnanda Christian Dior, fyrir að nota barnungar fyrirsætur í auglýsingar og tískusýningar.

Carol­ine Nokes, þing­kona breska Íhalds­flokks­ins, hefur hingað til unnið að því að vekja athygli á áhrifum tískuiðnaðarins á sjálfsmynd ungs fólks. Hún segir málið vera „svekkjandi skref aftur á bak“. Hún vill sjá skýrar reglur settar í tengslum við allt sem snýr að ráðningu fyrirsæta fyrir tískusýningar og auglýsingaherferðir stórra tískuhúsa.

Raf Simons sjálfur hefur ekki enn svarað fyrir sig.

Christian Dior 2015-2016 haust/vetur.
Christian Dior 2015-2016 haust/vetur. AFP
Christian Dior 2015-2016 haust/vetur.
Christian Dior 2015-2016 haust/vetur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál