Laimonas gæti borðað humarhala í öll mál

Laimonas Domas Baranauskas.
Laimonas Domas Baranauskas. Ljósmynd/Laimonas

Laimonas Domas Baranauskas er tuttugu ára gamall og kemur frá hafnarborginni Klaipéda í Litháen. Hann hefur búið á Íslandi í fimm ár og starfar nú sem verslunarstjóri og kaffibarþjónn á Te og Kaffi Skólavörðustíg. Aðal áhugamál Laimonasar er ljósmyndun og heldur hann úti heimasíðunni Sunday and White – Reykjavík. 

Hvað er það seinasta sem þú keyptir þér og elskaðir?

„Það voru Marshall heyrnartól frá uppáhalds búðinni Myconceptstore. Núna get ég hjólað í vindinum um bæinn og hlustað á tónlist.“

Í hverju ætlar þú að fjárfesta næst?

„Ég hugsa aldrei um hvað það er sem mig langar að kaupa næst. Allur innblástur sem ég fæ frá bloggsíðum, tímaritum og hlutum úr umhverfinu enda ég yfirleitt á því að eignast en ef ekki, þá langaði mig bara ekki það mikið í hlutinn.“

Laimonas elskar Vestfirðina.
Laimonas elskar Vestfirðina. Ljósmynd/Laimonas

Hver er uppáhalds hluturinn þinn?

„Núna í sumar er uppáhalds hluturinn minn hjólið mitt sem að ég keypti í hjólabúðinni Kríu á síðasta ári. Ég bý og vinn í miðbænum svo að ég þarf ekki bíl til að koma mér á milli staða. Sama hvernig viðrar er fínt á fara á hjólinu en núna í sumar elska ég að hjóla um og sjá fólkið labba um sumargöturnar.“

Hver er ógleymanlegasti staður sem að þú ferðaðist til á seinasta ári?

„Ég hef ferðast til ólíkra landa með fjölbreyttum borgum eins og New York, París og London en sjálfum finnst mér þó ekkert jafnast á við Vestfirði. Það er einstakt að standa og halda niðri í sér andanum og hlusta á sjóinn og vindinn. Ég mun aldrei gleyma fallegu klettunum og fjöllunum.“

Ljósmynd/Laimonas

Hver er besti minjagripur sem þú hefur tekið með þér úr ferðalagi?

„Mér finnst afar heillandi að ferðast út af öllum hlutunum sem að maður sér og upplifir nýja menningu. Uppáhalds minjagripurinn minn er örugglega kaffibaunir. Síðan að ég byrjaði að starfa sem kaffibarþjónn hjá Te og Kaffi kaupi ég alltaf kaffibaunir á spennandi kaffihúsum erlendis. Síðast keypti ég baunir af kaffihúsinu De Matteo í Gautaborg í Svíþjóð.“

Hvaða hlut myndir þú aldrei láta frá þér?

„Ég á Iphone plús og gæti ekki verið án hans vegna myndavélarinnar.“

Ljósmynd/Laimonas

Hver er seinasta máltíð sem að þú virkilega naust þess að borða?

„Humarhalar, það er nýja uppáhaldið mitt. Ég gæti borðað humarhala í öll mál en með hvítvínsglasi á sunnudagskvöldi ásamt góðum vinum eru þeir algjört æði.“

Hver er sá munaður sem þú gætir aldrei neitað þér um?

„Gæðastundir með vini mínum Martynas, ég gæti aldrei neitað mér um þær.“

Humarhalar eru í miklu uppáhaldi.
Humarhalar eru í miklu uppáhaldi. Ljósmynd/Laimonas

Hver er seinasti aukahlutur sem þú keyptir þér?

„Það er íþróttataskan mín frá Rains, hún er nógu stór til að geyma allt sem ég á í.“

Hver er uppáhalds snyrtivaran þín?

„Í fullri hreinskilni þá elska ég ilmvötn, í uppáhaldi er Comme De Garcons – Wonderwood. Það er lykt sem ég gæti hugsað mér að nota þangað til að ég dey. Ég elska þegar fólk ilmar vel.“

Ljósmynd/Laimonas

Uppáhalds smáforrit?

„Tónlist er stór hluti af lífi mínu. Ég hlusta mikið á franska tónlist á kaffihúsinu og klassíska þegar að ég kem heim. Um daginn uppgötvaði ég mjög sniðugt smáforrit sem að heitir Noon Pacific en það bætir við nýjum „playlista“ á hverjum mánudegi.“

Ljósmynd/Laimonas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál