Klaufabárðurinn Katrín Middleton

Í janúar á síðasta ári meiddi Katrín sig á löngutöng.
Í janúar á síðasta ári meiddi Katrín sig á löngutöng. Skjáskot / Daily Mail

Katrín Middleton, hertogaynja af Cambridge, er augljóslega mikill klaufabárður en hún skartar reglulega plástrum á höndum sínum.

Katrín, sem er vel þekkt fyrir að ganga í fallegum fötum, skarta fallegri hárgreiðslu og vera með vel snyrtar hendur á það augljóslega til að fá skrámur á fingurna.

Margsinnis hafa náðst af henni myndir þar sem hún skartar ósjálegum plástrum á annars vel snyrtum höndum, eins og fram kemur í frétt Daily Mail.

Katrín virðist hafa orðið fyrir óhappi í jólafríinu, en hún …
Katrín virðist hafa orðið fyrir óhappi í jólafríinu, en hún var með plástur á þumalfingri þegar hún fór í messu á jóladag. AFP
Í nóvember heimsótti hertogaynjan náttúruminjasafnið, og skartaði sínu fínasta. Eitthvað …
Í nóvember heimsótti hertogaynjan náttúruminjasafnið, og skartaði sínu fínasta. Eitthvað virðist þó hafa komið upp á, enda mátti sjá plástur á öðrum þumalfingri hennar. Skjáskot / Daily Mail
Katrín er meiri klaufabárðurinn, enda bar hún plástur í opinberri …
Katrín er meiri klaufabárðurinn, enda bar hún plástur í opinberri heimsókn sinni sem einnig fór fram í nóvember. Skjáskot / Daily Mail
Hér má sjá hertogaynjuna í ágúst. Og viti menn, á …
Hér má sjá hertogaynjuna í ágúst. Og viti menn, á öðrum þumalfingri hennar leynist plástur. Skjáskot / Daily Mail
Þumlarnir eru ekki einu fingurnir sem eru í hættu. Í …
Þumlarnir eru ekki einu fingurnir sem eru í hættu. Í febrúar var það vísifingurinn sem varð fyrir hnjaski. Skjáskot / Daily Mail
Í raun virðist þetta vera sagan endalausa því hér má …
Í raun virðist þetta vera sagan endalausa því hér má sjá hertogaynjuna árið 2008 þar sem hún er að yfirgefa næturklúbb. Og hvað sjáum við á þumalfingri hennar? Plástur að sjálfsögðu. Skjáskot / Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál