Sturluð stjúpmóðir gerir henni lífið leitt

Stundum er fátt annað í stöðunni en að bugast.
Stundum er fátt annað í stöðunni en að bugast. Ljósmynd / Getty Images

„Kæra E. Jean, ég er 23 ára og gift ítölskum manni. Við eigum yndislega 18 mánaða stúlku. Ég er í námi og maðurinn minn er enn að reyna að ráða bug á skrifræðinu (og gríðarlega háum gjöldum) til þess að fá vinnu hér. Faðir minn heimtaði að við byggjum hjá honum og stjúpmóður minni, sem olli mér mikilli vanlíðan þegar ég var að alast upp. Hún sagði mér að mamma mín væri veik á geði og drusla. Hún eyðilagði einnig allar ljósmyndirnar af mér í æsku. Hún ráðskast með fólk, lýgur og er þjófótt,“ segir í hjálparbeiðni sem ung kona sendi sambandsráðgjafa tímaritsins Elle.

„Hún vildi alltaf eignast börn, en gat það ekki. Þess vegna er hún alltaf að skipta sér af uppeldi dóttur okkar, hvort sem hún skipar okkur að láta hana leggja sig eða taka úr henni hárteygjurnar. Hún gefur henni óhollan mat, troðfullan af sykri, og öskrar á hana við minnsta mótlæti. Faðir minn hefur sagt að hann yrði afar sorgmæddur ef við flyttum út með barnið. Hvað á ég að gera?

„Ef þessi sturlaða norn vogar sér að hækka róminn við barnið þegar þið byrjið að pakka, sem þið ættuð að gera þegar í stað, skaltu fleygja henni út,“ svaraði kjaftfori ráðgjafinn um hæl.

„Ég veit að peningarnir eru af skornum skammti, en það væri betra fyrir fjölskylduna þína að búa í litlum garðskála. Biddu pabba þinn að hjálpa þér með leiguna fyrstu tvo mánuðina, á meðan þú finnur þér hlutastarf og bíður eftir græna korti eiginmannsins. Ekki vera feimin við að hvetja pabba þinn til að flytja út. Ég skil ekki hvers vegna í ósköpunum hann kýs að búa með þessari herfu.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál