3 frábærar myndir sem fjalla um sykur

„Það er svo gaman að lesa eða horfa á eitthvað sem hreyfir við manni. Í dag geta í raun allir sem vilja gefið út bækur eða búið til myndir og úrvalið er í takt við það. Heimildamyndir hafa verið sérstaklega veigamiklar síðustu ár vegna aukins áhuga enda ótrúlega gaman að kynnast málefnum sem áhugi er fyrir á ítarlegan, fræðandi og skemmtilegan hátt. Það eru margar myndir sem fjalla um sykur og áhrif hans á okkur og hérna eru mínar uppáhalds og ég mæli eindregið með þeim öllum. Hægt að nálgast þær allar á netinu,“ segir Gunnar Már Kamban í sinni nýjustu grein en hann er lesendum innan handar í Sykurlausum september á Smartlandi: 

The Big Fat Fix

Er heimildarmynd eftir sama höfund og gerði myndina Cereal Killers 2013 (Morgunkornsmorðingjarnir). The Big Fat Fix er ótrúlega skemmtileg heimildarmynd sem unnin er af breskum lækni, dr. Asheem Malhotra, og fjallar um uppruna þess hvers vegna við tókum fitu úr mataræði okkar og hvers vegna við erum að velja kolvetni sem aðalorkugjafa okkar. Mjög fræðandi mynd sem hægt er að leigja á netinu í 72 klst. á aðeins rúma 4 dollara.
Hér geturðu leigt myndina: http://www.thebigfatfix.com/.



That sugar film

Er skemmtileg heimildamynd sem fjallar um áhrif sykurs á heilsu okkar og holdarfar. Það er ástralski heimildamyndagerðarmaðurinn Damon Gameau sem býður fram sinn eigin líkama til að rannsaka þetta og niðurstöðurnar koma í raun ekki neinum á óvart.

Myndin er aðeins í takt við Supersize me sem margir þekkja en hún fjallaði um það þegar Morgan Spurlock borðaði eingöngu McDonald's-máltíðir í einn mánuð.

Fræðandi og skemmtileg mynd og höfundurinn heldur einnig út mjög góðri heimasíðu enda myndin orðin hálfgerð „cult mynd“ í Ástralíu og þar er að finna fullt af uppskriftum og hugmyndum tengdum myndinni. Hérna er heimasíðan: http://thatsugarfilm.com/.


FED UP

Er heimildarmynd sem fjallar um sykur og hvers vegna hann er „alls staðar“. Það er fréttakonan knáa Katie Couric sem fjallar um málið á frábæran hátt og tekur inn í jöfnuna pólitíkina og fyrirtækin sem eiga verulegra hagsmuna að gæta þegar sykur er annars vegar. Myndin var sýnd í sjónvarpinu fyrir ekki löngu síðan og gæti jafnvel enn verið í „leigunni“ en hérna geturðu kíkt á hana: http://fedupmovie.com/#/page/home.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál