Hætt að drekka

Nicole Kidman.
Nicole Kidman. Getty Images

Nicole Kidman hefur farið að fordæmi eiginmanns síns, Keiths Urban, og er hætt að neyta áfengis. Eftir því var tekið á Golden Globe-verðlaunahátíðinni að Kidman drakk aðeins vatn en Urban hefur átt við áfengisvanda að etja og er óvirkur alkóhólisti. Aðspurð sagði leikkonan að ákvörðunin mæltist misvel fyrir og margir héldu að það væri ekki lengur hægt að skemmta sér með henni eftir að hún hætti að drekka vín.

Urban og Kidman eiga tvær ungar dætur, Sunday Rose þriggja ára og Faith Margaret sem er þrettán mánaða. Lítið hefur sést til leikkonunnar á hvíta tjaldinu síðustu misseri en hún hefur unnið ötullega á vegum Sameinuðu þjóðanna að auknum réttinum kvenna um allan heim. Í viðtali við InStyle kveðst Kidman hafa alist upp í stórri fjölskyldu þar sem konur voru í meirihluta. Móðir hennar var mikil kvenréttindakona og mótaðist uppeldið  af skoðunum hennar og frásögnum af því misrétti sem konur væru beittar víða um heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál