Dvelur á meðferðarstofnun

Demi Moore er á hægum batavegi en hún dvelur nú á meðferðarstofnun þar sem hún glímir meðal annars við átröskun. Leikkonunni líður að sögn mun betur og er staðráðin í að snúa við blaðinu og ná tökum á lífi sínu á ný.

Vinir leikkonunnar sjá strax mun á Moore sem skráði sig til meðferðar á heilsustofnun í síðasta mánuði. Samkvæmt heimildamanni RadarOnline telja þeir sem standa leikkonunni næst að hún taki meðferðinni af fullri alvöru, enda geri hún sér grein fyrir því að hún sé hjálpar þurfi.

Moore hefur átt afar erfitt í kjölfar skilnaðarins við Ashton Kutcher í lok síðasta árs og var flutt í skyndi á sjúkrahús í janúar. Var hún þá að niðurlotum komin, bæði andlega og líkamlega. Leikkonan er ákveðin í að það sama endurtaki sig ekki og ætlar að ná fyrri heilsu. Henni er þó ljóst að leiðin er löng og að hún á mikla vinnu fyrir höndum.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

„Hjásvæfan vill mína hjálp“

19:00 „Fyrir nokkrum árum slitnaði upp úr sambandi mínu þegar ég komst að því að kærastinn minn hélt framhjá með samstarfskonu sinni. Í gær fékk ég tölvupóst frá hinni konunni, nú er minn fyrrverandi farinn að halda framhjá henni og hún vill mína hjálp.“ Meira »

Leifur Welding endurhannaði Strikið

16:00 Veitingastaðurinn Strikið á Akureyri var endurhannaður á dögunum. Mjúkir litir ráða nú ríkjum á staðnum. Hönnunin er töluvert skandinavísk og er mikið lagt upp úr góðri lýsingu. Leifur Welding sá um endurhönnunina á Strikinu. Staðnum var lokað þann 2. janúar og hann opnaður aftur 16. janúar. Það þykir mikið afrek að það hafi tekist. Meira »

Á ég að láta það eftir mér?

13:00 „Þetta getur verið erfið spurning sem ég velti ansi oft fyrir mér, sérstaklega þegar útsölurnar byrja. Það hljóta allir að sjá mikilvægi þess að fá sér nýjar skyrtur og jafnvel jakkaföt þegar herlegheitin hefjast,“ segir Elmar Hallgríms Hallgrímsson. Meira »

Beckham-sonur gerir allt vitlaust í tískuheimi

10:40 Margir af helstu ljósmyndurum heims eru pirraðir þessa dagana þar sem forsvarsmenn Burberry-tískuhússins ákváðu að fá son Victoriu og Davids Beckhams til að mynda nýjustu ilmvatnslínu fyrirtækisins. Brooklyn Beckham er elsti sonur ofurparsins og aðeins 16 ára gamall. Meira »

Hún er fáránlega lík Kim Kardashian

07:47 Bloggarinn Sonia Ali hefur vakið töluverð athygli undanfarið fyrir það að vera nauðalík sjálfri Kim Kadashian. Það er nánast ómögulegt að þekkja þær í sundur. Meira »

Fögnuðu framúrskarandi fyrirtækjum

í gær Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar í Hörpu í síðdegis í gær fyrir rekstrarárið 2014, að viðstöddum Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. 682 fyrirtæki teljast framúrskarandi eða um 2% af öllum skráðum fyrirtækjum á Íslandi. Meira »

Cruz í kjól upp á 1,6 milljónir króna

í gær Leikkonan Penelope Cruz leit vel úr á frumsýningu Zoolander í Berlín fyrr í vikunni. Cruz klæddist kjól frá Balmain sem kostar hvorki meira né minna er 1,6 milljónir króna. Meira »

Dundrandi afmælisveisla á Strikinu

í gær Veitingastaðurinn Strikið á Akureyri fagnaði 10 ára afmæli á dögunum og af því tilefni var efnt til teitis á staðnum. Boðið var upp á glæsilegar veitingar og var mikið fjör á gestunum. Meira »

Mikilvægt er að kunna að stjórna reiðinni

í gær „Of oft fara þá líka sögusagnir á kreik sem enginn veit í raun hvort fótur sé fyrir. Það er nefnilega í eðli fólks að fylla inn í eyður til að fá rökræna útkomu. Talaðu beint við hann sem þú ert ósáttur við. Ekki við konuna hans eða frænda hans, þeir hafa ekkert með þetta að gera,“ segir Hildur Jakobína. Meira »

Tryllt útsýni í Kópavogi

í gær Við Þinghólsbraut í Kópavogi stendur sjarmerandi hæð með trylltu útsýni út á haf. Í stofunni eru stórir gluggar, nokkuð hátt til lofts og vítt til veggja. Hæðin sjálf er 177 fm að stærð en húsið var byggt 1962. Búið er að endurnýja hæðina mikið. Meira »

Svíaprinsessa geislaði í lánskjól

í gær Sofia Svíaprinsessa er kasólétt þessi dægrin og hefur hún sjaldan litið betur út. Í gær kom sænska konungsfjölskyldan saman í hátíðarkvöldverði þar sem Sofia stal senunni í gulllituðum kjól. Meira »

Hversdagsmatur eða sunnudagssteik?

í gær Í þætti dagsins af Korter í kvöldmat töfrar Óskar fram ofnbakað grænmeti með engifersósu og kjúklingi, eða til að smella réttinum í hátíðarlegri búning, önd. Meira »

6 hlutir sem þú skuldar yfirmanni þínum ekki

í gær Flest viljum við standa okkur vel í vinnunni. Það ætti þó aldrei að vera á kostnað heilsunnar. Nýleg rannsókn bendir til þess að rúmlega helmingur fólks skoði vinnupóstinn í frítíma sínum, en slíkt getur verið streituvaldandi. Meira »

Lærði að vera æðrulaus

3.2. Eftir skilnað við barnsföður sinn var Rikka í sambandi við Skúla Mogensen, eiganda WOW air. Rötuðu fréttir af sambandsslitunum á forsíður glanstímarita og fann Rikka fyrir því að einkalíf hennar væri á milli tannanna á fólki. Meira »

Getur þetta farið úr böndunum?

í fyrradag Rætt er við kynlífssérfræðinginn Dan Drake í nýrri frétt New York Post þar sem runkvenjur karlmanna eru til umræðu. Samkvæmt herra Drake er engin töfraformúla til þegar kemur að mati á því hvenær runkvenjur eru komnar úr böndunum. Þó eru ákveðnar vísbendingar til. Meira »

Nýtir tæknina í þágu sambandsins

3.2. Stjörnuleikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney gekk að eiga sína heittelskuðu, mannréttindalögfræðinginn Amal Clooney árið 2014. Bæði eru þau afar upptekin, en reyna þó eftir fremsta megni að eyða sem mestum tíma saman Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.