Elskar aukakílóin

Söngkonan Beth Ditto tók upp hanskann fyrir Adele á dögunum eftir að Karl Lagerfeld lét þau orð falla um Adele að hún væri í þykkari kantinum. Ditto sagði tískurisann vera gamlan og horaðan. ,,Hvað er hann annað? Ekki er hann ungur og feitur,“ sagði hún við blaðamenn.
Beth Ditto hefur löngum verið þekkt fyrir að tjá skoðanir sínar opinskátt. Söngkonan er afar ánægð með líkamsvöxt sinn en hún myndi seint raðast í hóp fyrirsætna hjá Lagerfeld. Hún segist ekki hafa neina löngun til þess að grennast og sýnir sjálfstraust sitt með því að klæðast djörfu og sitja nakin fyrir á forsíðum tískutímarita. „Mig dreymir um að líkjast Patti Smith þegar ég verð eldri. Ég þrái yfirvaraskeggið og allt.“

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Verkfræðikonur gripu í selfie-stöngina

19:00 „Selfie-stöngin kom að góðum notum. Þetta er svo hallærislega fyndið að það er eiginlega ekki hægt annað en að vera í góðu stuði þegar svona mynd er tekin,“ segir Hjör­dís, formaður Stuðverks - skemmti­fé­lags verk­fræðikvenna. Meira »

Eitt fyrsta húsgagn Wangs á 3,7 milljónir

16:00 Alexander Wang hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir hæfileika sína í fatahönnun. En Wang hefur nú tekist nýtt verkefni á hendur, verkefnið felst í húsgagnahönnun og eitt af hans fyrstu húsgögnum kostar 3,7 milljónir króna. Meira »

Einstakur stíll í Fossvogi

13:00 Við Vogaland í Fossvogi er búið að endurhanna allt á afar smekklegan hátt. Svarti liturinn spilar stórt hlutverk ásamt hvítu. Meira »

Skallinn gæti tilheyrt fortíðinni

10:00 Um helmingur allra karlmanna í kringum fimmtugt kannast við að sjá kollvikin fara hækkandi og hárunum á höfðinu fækkandi. En hármissir gæti tilheyrt fortíðinni þökk sé nokkrum vísindamönnum sem starfa á rannsóknarstofu í San Diego en þeim tókst að láta hár vaxa með stofnfrumumeðferð. Meira »

„Þau eiga þó ekki að vera köld kvennaráðin“

07:00 „Nafn þáttarins Kvennaráð lýsir kannski aðeins því sem ég ætla að gera, þau eiga þó ekki að vera köld kvennaráðin heldur stefni ég á að taka fyrir spennandi málefni og fá gott fólk til að ræða þau við mig.“ Meira »

Ítölsk baunasúpa

00:00 Einhverja bestu baunasúpu sem ég hef bragðað fékk ég  í Piemonte á Norður-Ítalíu á köldu janúarkvöldi árið 2012 í heimboði með feðgunum Paolo og Luca de Marchi. Þar ræddu þeir um endurreisn víngerðarinnar í Lessona og fjölskyldubúgarðsins Proprieta Sperina á meðan eiginkona Luca framreidd þessa undursamlegu baunasúpu. Hér er gerð tilraun til að endurskapa þá súpu. Hér eru notaðar Cannellini-baunir eða hvítar nýrnabaunir. Það er hægt að forsjóða þurrkaðar baunir eða nota niðursoðnar baunir. Meira »

Lífræn og lokkandi

Í gær, 22:00 Elli Egilsson og Sigga Heimisdóttir sameinuðu krafta sína á sýningunni Lífrænt sem opnaði í Hannesarholti í dag. Á sýningunni voru glerlíffæri Siggu Heimis sýnd ásamt teikningum eftir Ella Egilsson. Meira »

Heitasta parið mætti á þorrablótið á Seltjarnarnesi

Í gær, 22:57 Garðar Kjartansson athafnamaður mætti með nýju kærustuna, Laufeyju Birkisdóttur, á þorrablót Gróttu á Seltjarnarnesi. Hann bað hennar á öðru deiti. Meira »

Seldi höllina á fjóra milljarða

í gær Tónlistamaðurinn Dr. Dre seldi nýverið glæsihús sitt og fékk um 3,99 milljarða króna í vasann fyrir eignina. Dr. Dre, sem þarf víst ekki að lepja dauðann úr skel, hefur grætt á tá og fingri bæði með tónlistinni og einnig á heyrnatólunum Beats By Dre sem hann hannaði og setti á markað árið 2008. Meira »

Mexíkóskur kjúklingaréttur sem yljar

í gær Þetta er ekta svona réttur til þess að borða á laugardögum eða sunnudögum. Sérstaklega þegar það er kalt í veðri því þetta er réttur sem yljar. Meira »

„Við erum með fiðring í maganum“

í gær Hópurinn SUNDAY mun taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Meðlimir hópsins stefna á að komast alla leið á úrslitakvöldið í Vín í maí með laginu Fjaðrir. „Við setjum markið hátt og stefnum á að standa á sviðinu á úrslitakvöldinu í Vín.“ Meira »

Var valin úr milljón manna hópi

í gær Unnur Lárusdóttir, 17 ára nemi við Verslunarskólann, var á dögunum valin Alumni of the month hjá bandaríska utanríkisráðuneytinu en í hverjum mánuði velur ráðuneytið Alumni of the month og geta sendiráð Bandaríkjanna um allan heim sótt um. Í fyrstu gerði Unnur sér ekki grein fyrir hvernig viðurkenning þetta er. Meira »

Útdeilir andlegum gjöfum á Íslandi

í gær Shaman Durek er andlegur læknir sem mun koma til Íslands 11. febrúar til að halda námskeið og bjóða upp á einkatíma. Durek segir námskeið sín hafa mikil áhrif á fólk. „Ég er hérna til að færa ást og innblástur til þeirra sem þurfa á því að halda.“ Meira »

Við höfum ekki aðgang að því besta í okkur

í fyrradag „Þó einkennilegt megi virðast þá höfum við ekki aðgang að því besta í okkur, sérstaklega þegar það gengur eitthvað á í persónulegum samböndum, til dæmis,“ segir Matti Osvald. Meira »

Svona byggir fólk á sandi

í gær Þeir sem hafa lært biblíusögurnar utan að ættu að vita að það er kannski ekkert voðalega gáfulegt að byggja hús á sandi.   Meira »

Ásmundur Stefánsson selur 110 milljóna hús

30.1. Við Mávanes í Arnarnesinu í Garðabæ stendur eitt mest sjarmerandi hús landsins. Það var byggt 1968 og er 582 fm að stærð. Húsið stendur á sjávarlóð og er guðdómlegt útsýni út á haf. Meira »
Meira píla

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.