„Ég sakna þess stundum að vera feit“

Pistlahöfundurinn Kelly Coffey var eitt sinn 136 kíló, en hún …
Pistlahöfundurinn Kelly Coffey var eitt sinn 136 kíló, en hún saknar þess stundum að vera feit. Ljósmynd/Mind Body Green

„Ég var einu sinni meira en 136 kíló. Ég reykti eins og hús sem var að brenna, drakk eins og blúsgítarleikari, borðaði það sem ég vildi þegar ég vildi og ég hreyfði mig aldrei.“ Svona byrjar pistill Kelly Coffey á vefsíðunni Mind Body Green, en í pistlinum segir hún frá því hvað það er sem hún saknar við það að vera í ofþyngd.

„Árið 2003 léttist ég um meira en helming. Árið 2007 byrjaði farsæll þjálfaraferill minn. Í dag er ég í nógu góðu formi til þess að hlaupa og nógu mjó til þess að komast í buxnastærð 6.

Þú gætir haldið að ég hugsaði til þess tíma er ég var meira en 136 kíló með hryllingi og meðaumkun. En það er alls ekki svo. Þeim mun lengur sem ég er mjó, þeim mun meira sakna ég þess að vera í líkama sem gerði það að verkum að fólk leit oft í hina áttina. Það gæti hljómað einkennilega fyrir suma, en hér eru fimm hlutir sem ég sakna við að vera ég í yfirþyngd,“ segir hún og nefnir fimm atriði sem hafa breyst:

1. Kraftur. Þegar ég var feit þá fékk ég náttúrulegan líkamlegan kraft. Sem mjó manneskja verð ég að hafa fyrir því að vera sterk. Þrátt fyrir daglega þjálfun er ég ekki nálægt því eins kraftmikil og ég var áður. Einu sinni gat ég lyft sófa og borið hann inn í flutningabíl. Í dag á ég mjög erfitt með að lyfta þungum hlutum. Ég sakna fyrri styrks, sem ég tók sem sjálfsagðan hlut.

2. Þægindi. Á kvöldin ligg ég með fullt af púðum í kringum mig. Maðurinn minn hlær að mér en ég þarf þessa púða af því að ég hef eytt mestum hluta ævinnar með mjúka líkamanum mínum. Ég hef stundum ekki getað sofnað af því að ég fann hnén snertast. Ég hef ekki sofið á maganum af því að það er ekki eins gott og áður. Ég þoli heldur ekki að sitja á beinaberum afturendanum.

3. Sjónarhorn. Áður fyrr þegar ég var yfir 100 kíló hugsaði ég ekki svo mikið um fatastærðirnar og það fór ekki mikið í taugarnar á mér ef ég bætti á mig og þurfti að kaupa stærri föt. Í dag hins vegar er það þannig að ég verð alveg brjáluð ef ég fer upp um stærð. Ég sakna frelsisins sem því fylgir að vera ekki með hvert kíló á heilanum.

4. Vinátta. Það var auðveldara fyrir mig að eignast vini þegar ég var feit. Konur sáu mig ekki sem samkeppni og voru almennt afslappaðri í kringum mig en þær eru í dag.

5. Framkoma. Það er munur á stærðinni sem ég er í höfðinu á mér og stærðinni sem ég er í. Sú stærð sem ég er í höfðinu er stór. Rödd mín er stór. Tilfinningar mínar eru stórar. Fyrir tíu árum fór ég ekki fram hjá neinum. Nú finnst mér eins og persónuleiki minn og stærð passi ekki saman.

Í dag vinn ég með konum og körlum í öllum stærðum og ég elska þau öll að innan sem utan, og stundum gerist það fljótt, stundum tekur það tíma, en ég reyni að láta öllum líða vel með sinn fullkomna ófullkomna líkama.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál