10 hlutir sem ég segi við þá sem vilja léttast

Þessi atriði þarft þú að fara yfir ef þig langar …
Þessi atriði þarft þú að fara yfir ef þig langar að létta þig. mbl.is/AFP

Á vefsíðunni Mind Body Green segir Simon De La Rule, sem var dansari í tvo áratugi áður en hún fór að starfa sem einkaþjálfari, hvað hún segi við alla þá kúnna sem koma til hennar til þess að léttast.

Hún segir aldrei við þá sem koma til hennar að þeir þurfi að æfa sig ákveðið oft í viku til þess að sjá einhvern árangur. Í staðin veitir hún kúnnum sínum þá kunnáttu sem þeir þurfa til þess að verða sterkari, heilbrigðari og ánægðari.

Hér eru þau 10 atriði sem hún segir við alla sína kúnna til þess að hjálpa þeim.

1. Megrun virkar ekki. Að borða vel og hreyfa sig gerir það. Þú átt að sjá fyrir þér lífsstílsbreytingu en ekki megrun. Nema þú ætlir auðvitað að vera í megrun allt þitt líf, muntu fara aftur í þína gömlu rútínu eftir einhvern tíma ef þú sérð fyrir þér að þú ætlir í megrun. Næringarríkur matur og hollur matur þarf að vera partur af þinni daglegu rútínu.

2. Borðaðu reglulega. Þú átt að borða fjórar til sex máltíðir á dag til þess að meltingin sé stöðugt að vinna.

3. Byrjaðu að æfa þig með speglaæfingum. Stattu í hæfilegri fjarlægð frá speglinum og horfðu í augun á þér. Ekki á gólfið eða borðið, eða kinnarnar á þér eða varirnar. Horfðu í augun á þér. Gerðu þetta í smá stund og sjáðu þig eins og þú ert núna. Vertu góð/ur við þig og þolinmóð/ur. Hugsaðu um það sem gerir þig fallega/an. Hugur þinn hefur mikið að segja með það hvað þú léttist mikið.

4. Búðu til þína eigin þulu. Ef þú hugsar jákvætt og ferð með þulu í höfðinu á þér sem hvetur þig áfram þá færðu aukna orku og hættir að efast.

5. Búðu til þinn lagalista. Rétt tónlist getur veitt þér innblástur og lyft þér upp. Hröð tónlist getur fengið þig til að æfa hraðar og rólegri tónlist getur verið góð til að teygja á þreyttum vöðvum. Þegar þú ert að hlusta á uppáhaldstónlistina þína þá líður tíminn hraðar.

6. Vertu með matar- og hreyfingardagbók. Með því getur þú séð hvenær þú hefðir kannski átt að sleppa því að fá þér eina auka smáköku, eða eitt vínglas til viðbótar. Þú getur einnig með þessu náð markmiðum þínum og séð árangur. Skrifaðu það sem gekk vel í lok dags.

7. Taktu sjálfsmyndir. Ég hef ekki hugmynd um hversu þung ég er og mér er eiginlega alveg sama. Þyngdin er ekkert annað en mælieining. Það segir ekki til um hversu góðu formi þú ert í, eða hversu mikið þú borðaðir þann daginn. Slepptu því að vigta þig og taktu frekar myndir af þér og sjáðu líkamann breytast.

8. Klæddu þig upp. Vertu í fötum sem láta þér líða vel. Ef þú elskar handleggina á þér, skaltu vera í hlýrabol. Ef þú elskar kálfana á þér skaltu vera í stuttum buxum. Þú kemst í gírinn og þú sérð árangurinn vel á fötunum.

9. Að lyfta þungum lóðum er nauðsynlegt. Sumar konur eru hræddar við að lyfta þungu af því að þær vilja ekki fá stóra vöðva. En málið er að það er nauðsynlegt fyrir konur á öllum aldri að lyfta. Þú kemst í gott form og brennir fitu. Auk þess eru þessar æfingar fullkomnar til þess að losa um streitu og pústa aðeins.

10. Æfðu með vinkonu eða vini. Margar rannsóknir gefa til kynna að það að æfa með vini eða vinkonu hvetur fólk áfram. Það er líka mikið skemmtilegra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál