5 ráð við uppþembu

Pixabay

Líður þér eins og þú sért uppblásin/n og bólgin/n? Eftirfarandi atriði gætu átt þátt í því að gera líkama þinn bólgnari samkvæmt næringarfræðingnum Naomi Mead sem ræddi við bresku vefsíðuna Cosmopolitan.

1. Þú borðar ávexti með öðrum mat. Þú heldur kannski að þú sért að bæta hollustuna með því að bæta ávöxtum út í súrmjólkina en samblanda af þessu tvennu er í raun slæm fyrir meltinguna. Líkaminn meltir ávexti mun hraðar en annan mat en ef þú borðar ávexti á sama tíma og þú borðar annan mat þá fer ávöxturinn hægar í gegnum meltingarveginn, eða á sama hraða og sama tíma og máltíðin í heild sinni. Ef ávöxturinn situr lengi í meltingarveginum byrjar hann að gerjast sem skapar ólgu í meltingarveginum og þér líður eins og þú sért útblásin/n. Ef þetta á við þig, prufaðu frekar að borða ávexti staka að minnsta kosti tveimur tímum áður eða eftir að þú borðar aðrar máltíðir.

2. Þú ert stressuð/stressaður. Á milli heilans og magans eru sterkar taugar. Til dæmis fáum við mörg hver í magann þegar við verðum stressuð. Ef við erum oft stressuð eigum við þess vegna oft í vandræðum með magann og það getur haft slæm áhrif á framleiðslu magarins á mikilvægum sýrum og ensímum og jafnvægi góðra baktería raskast. Ein afleiðing þessa er að við verðum útblásin og finnum fyrir meltingartruflunum. Reyndu að losa þig við stress úr lífi þínu.

3. Sýklalyf. Sýklalyf geta raskað jafnvægi góðra baktería í maganum. Fáðu þér hreina jógúrt eða AB mjólk eftir að þú tekur inn sýklalyfið en það hjálpar til við að jafna aftur út jafnvægi góðra baktería í maganum.

4. Tyggjó. Ef þú tyggur tyggjó oft verður það til þess að þú gleypir meira loft en ella. Það eykur líkurnar á því að þú verðir útblásin. Einnig inniheldur sykurlaust tyggjó sætuefni eins og xylitol og sorbitol sem getur gerjast í maganum en það veldur auknu lofti í maganum og bólgum.

5. Þú borðar á hraðferð. Að borða of hratt getur látið þig gleypa meira loft sem verður til þess að þú verður útblásinn. Það getur einnig þýtt að þú tyggir matinn ekki nægilega vel sem veldur álagi á meltingarkerfið. Þetta getur einnig gerst ef þú ert utan við þig þegar þú ert að borða. Borðaðu hægt og slakaðu á þegar þú borðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál