Þessar æfingar koma þér í form

Ljósmynd/Pixabay

Hefur þér einhvern tímann liðið eins og þú sért að gera allt rétt í ræktinni en sérð ekki árangurinn sem þú sækist eftir, jafnvel þrátt fyrir að þú borðir hollt og hreyfir þig nóg?

Við viljum sjá árangur og við viljum sjá hann sem fyrst. Það er aldrei hægt að vonast eftir því að aukakílóin fjúki af með göldrum og að þú komist í form fyrsta daginn sem þú mætir í ræktina en það eru til aðferðir sem gefa þér skjótan árangur.

Eftirfarandi æfingar eru þær sem þú ættir að prófa ef þér finnst árangurinn vera of lengi að láta á sér kræla.

1. Ekki vera hrædd/ur um að ýta sjálfri/um þér áfram. Ef þú vilt fá sem mest út úr æfingunum sem þú gerir er lykilatriði að þú gerir kraftmiklar æfingar. Að gera hraðar æfingar sem krefjast mikillar einbeitni munu koma þér fyrr í form en þær æfingar sem þú gerir hægt og krefjast ekki mikillar nákvæmni. Ef markmið þitt er að komast sem fyrst í gott form ættirðu að miða að því að vera rennandi blaut/ur af svita í lok æfingarinnar. Ef þú ert ekki kófsveittur í lok æfingarinnar þá ertu ekki að leggja nógu hart að þér.

2. Einbeittu þér að æfingum sem reyna á marga vöðva líkamans í einu. Gerðu til dæmis hnébeygjur, æfingar sem kallast burpees, armbeygjur og dýfur sem reyna á þríhöfðann en þessar æfingar munu koma þér í gott form á styttri tíma heldur en ef þú gerir æfingar sem snúa að einum vöðvahóp í einu.

3. Gerðu mikið af hopp-æfingum. Hopp-æfingar, sem á ensku kallast plyos, eru til dæmis langstökk, fram- og afturstig, sprettir, sipp og fleiri þesskonar æfingar en þær eru  mjög góðar og nýtast vel fyrir aðrar íþróttir. Hoppæfingar eru einnig mjög góðar æfingar til að brenna fitu og léttast.

4. Settu þér markmið sem snýr að hreyfingu. Jafnvel þó að markmið þitt sé að léttast er miklu meiri hvatning í því að eiga sér markmið sem snýr að hreyfingunni sjálfri eða því formi sem þú ert í eða vilt komast í. Settu þér til dæmis markmið um að geta hlaupið ákveðna vegalengd á innan við ákveðinn tíma eða settu þér markmið um þá kílóþyngd sem þig langar til að geta lyft. Þú getur einnig sett þér markmið eins og að geta klárað 100 sett af einni ákveðinni æfingu sem þér þykir skemmtileg eða að læra flottar jógapósur. Um leið og þú nærð markmiðinu er það bæði ótrúlega gaman og þú getur fundið þér annað spennandi markmið sem tengist hreyfingunni. Að hafa sér markmið sem snýr að hreyfingunni sjálfri gerir það að verkum að þú ert mikið líklegri til að halda þér í formi og að halda áfram að hreyfa þig heldur en ef þú hefðir það einungis að markmiði að léttast eða ná af þér aukakílóunum.

5. Hættu að koma með afsakanir. Besta leiðin til að komast í betra form er að hætta að koma með afsakanir fyrir því að fara ekki í ræktina. Það skiptir ekki máli hvort þú eigir ræktarkort eða ekki, eigir réttu tækin eða lóðin fyrir æfingarnar eða hefur lítinn tíma til að æfa, þú átt alltaf að geta fundið tíma til að hreyfa þig og fundið einhverja lausn ef þig virkilega langar til að komast í gott form. 

Heimild: Mind Body Green.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál