Átta leiðir til að finna hamingjuna

Ljósmynd/Pixabay

Hamingjan er ótrúlega flókið fyrirbæri og yfirleitt nær fólk ekki að hnjóta um hana nema það losi sig við óraunhæfa drauma og njóti ferðarinnar í stað þess að einblína stöðugt á áfangastaðinn. Það spila ýmsir þættir inn í þegar leitin að hamingjunni er annars vegar. Það er til dæmis afar mikilvægt að hver og einn njóti þess í botn að vera með sjálfum sér og fólk sé engum háð. Auk þess skiptir máli að allur öldugangurinn sem við höfum þurft að ganga í gegnum í lífinu hafi verið til einhvers og við verðum að trúa því að fyrir okkur séu sett verkefni svo við þroskumst. Áður en þú gefst upp á að reyna að finna hamingjuna skaltu renna yfir þennan lista: 

1. Þú ert ekki það sem annað fólk segir að þú sért. Það sem skiptir mestu máli er hvað þú segir og hvernig þér líður með sjálfa/n þig. Þú hefur val um að leyfa öðrum að skilgreina hver þú ert og segja þér hver þú ert eða þú getur sýnt þeim hver þú ert. Vertu þú sjálf/ur.

2. Plan B er oft betra en plan A. Eitt mest frelsandi andartak lífs þíns er þegar þú losar þig við hugmyndir þínar um hvað þú heldur að sé best fyrir þig og leyfir heiminum að sýna þér hvað þú þarft í raun. Hættu að halda stöðugt í það sem ekki virkar í þínu lífi fyrir þig eins og til dæmis vinnan þín, sambandið þitt eða óraunhæfur draumur. Ef þér líður eins og allt þetta sé eintómt vesen og erfiðisvinna og valdi þér meiri sársauka og áhyggjum en nauðsynlegt er, er kominn tími til að losa sig við þessar hugmyndir. Fylgdu hjartanu!

3. Þú ert ekki númer á skala. Þegar þú stendur við dauðans dyr munu megrunarkúrarnir, baráttan við aukakílóin, eða viljinn til að vilja stöðugt líta öðruvísi út ekki skipta máli. Það eina sem mun skipta máli er hjarta þitt. Hvernig þú lætur öðru fólki líða og hvernig þú lætur sjálfum/sjálfri þér líða mun vera miklu mikilvægara en hvernig þú lítur út.

4. Ferðin skiptir meira máli en endastöðin. Það er mikilvægt fyrir okkur að ná markmiðum okkar en ferðin sem það tekur þig að ná markmiði þínu er það sem skiptir virkilega máli. Þú þroskast, lærir og verður manneskjan sem þú þarft að verða á leið þinni að markmiðinu og það er það sem gerir lífið frábært. Njóttu ferðarinnar jafn mikið og verðlaunanna við endastöðina.

5. Þú þarft ekki endilega að vera einmana þó að þú sért ein/n. Óttinn við að enda ein/n hræðir okkur öll og fær sumt fólk meira að segja til að setjast niður og sætta sig við eitthvað sem það í raun vill ekki. Um leið og þú lærir að njóta eigin félagsskapar sérðu að þú þarft í raun aldrei að vera einmana.

6. Þú munt aldrei ná að gera allt. Listinn með því sem okkur langar til að gera er endalaus en við munum aldrei ná að gera allt. Skyldur okkar og það sem okkur langar að gera í lífinu er einfaldlega of margt til að hægt sé að framkvæma það allt. Þannig er lífið bara. Þess vegna verður þú að velja og hafna. Njóttu augnabliksins og fagnaðu því sem þú hefur áorkað.

7. Tilfinningalegur sársauki kemur upp á yfirborðið þegar við áttum okkur á því hvað þarf að breytast. Leiði, þunglyndi og brotið hjarta eru áminningar okkar um að við þurfum að kanna lífið betur. Leitaðu að því sem ekki virkar og vertu opin/n fyrir því að lifa á annan hátt en þú hefur áður lifað. Einn daginn muntu sjá að allt hefur sinn tilgang.

8. Þú þarft ekki að finna þinn tilgang, tilgangurinn mun finna þig. Minntu þig á að það er tilgangur í öllum sársaukanum sem þú hefur gengið í gegnum. Hvert einasta skref sem þú tekur í lífinu er hluti af því að móta þá manneskju sem þú ert í raun. Í stað þess að sjá stöðugt eftir hlutunum og berjast á móti því sem er að gerast í þínu lífi leitaðu inn á við og njóttu ferðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál