Breyttu mataræðinu til hins betra

Ljósmynd/Pixabay

Fólk hefur mismunandi hugmyndir um heilsu og heilbrigt líferni en gerir oft sömu mistökin þegar það ætlar að rétta mataræðið af.

Heilbrigt líferni snýst um næga hreyfingu og hollt mataræði en sumt fólk borðar hollt aðallega til þess að léttast. 

Að borða hollt og lifa heilbrigðu líferni er lífsstíll og þess vegna ætti fólk ekki að borða hollt bara til þess að léttast eða haldast grannt. Hér eru nefnd nokkur dæmi um það sem fólk ætti að huga að um hollt mataræði.

Ekki láta mataræði snúast um þyngdartap. Margir kannast við að þyngdin sveiflist upp og niður, að vera í yfirþyngd, undir kjörþyngd eða hafa jafnvel prófað alla megrunarkúra sem koma fram á sjónarsviðið. Heilsa og mataræði snýst ekki um þyngdartap heldur snýst það um að borða hollan og næringarríkan mat. Ef þú borðar hollt til þess eins að vera grönn/grannur þýðir það að þú ert að skapa með þér neikvætt hugsanamunstur áður en þú byrjar. Hafðu það frekar að markmiði að vera heilbrigð frekar en að vera grönn/grannur. Verðlaunin fyrir heilbrigt líferni eru svo þau að þú munt léttast eða komast í eðlilega þyngd.

Hafðu einhvern þér til stuðnings. Þegar við reynum eitthvað nýtt sem við þekkjum ekki nógu vel erum við langtum líklegri til að halda því gangandi ef við höfum gott fólk á bakvið okkur sem styður okkur á erfiðum tímum eða þegar okkur langar til að gefast upp. Ekki falla í þá gildru að segja engum hvað þú ert að gera og hvað þú hefur sett þér fyrir, segðu fólki frekar frá markmiðum þínum og finndu fólk sem mun styðja þig í vegferðinni.

Vertu með undirbúninginn á hreinu. Hollt mataræði krefst meiri undirbúnings en óhollt mataræði vegna þess að óhollan mat er hægt að grípa með sér hvar sem er en hollt mataræði einkennist af fersku og hollu hráefni og máltíðum sem þú býrð þér helst til sjálfur. Við eigum það til að gleyma því að gera nesti fyrir vinnuna, skólann eða annað og oft lendum við í því að það er ekkert til í ísskápnum eða eldhússkápunum nema eitthvað sem við getum gripið í fljótt, eins og kex, snakk eða aðrar óhollar matvörur. Gerðu áætlun og skrifaðu niður innkaupalista og planaðu nestið fyrir vikuna. Einnig er gott að hafa alltaf eitthvað hollt við hendina eins og hnetur eða fræ ef þú verður skyndilega svöng/svangur.

Heimild: Mind Body Green

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál