Hlauptu til góðs á sunnudaginn

Taktu þátt í Globeathon á sunnudaginn kemur.
Taktu þátt í Globeathon á sunnudaginn kemur.

Globeathon er alþjóðlegt átak þar sem vakin er athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Þetta er í annað sinn sem Globeathon er haldið á heimsvísu. Árið 2013 tóku 60 lönd í 130 borgum þátt og var þátttaka framar björtustu vonum skipuleggjenda hlaupsins. Í ár er stefnan sett á þátttöku í yfir 80 löndum.

Í ár eru það Líf styrktarfélag og Krabbameinsfélag Íslands sem standa saman að þessum viðburði. Globeathon er fyrir alla, konur, börn og karla. Skipuleggjendur stefna að því að slá metið frá því í fyrra þegar 130 manns tóku þátt.

Hlaupið hefst við Háskólann í Reykjavík kl. 14 sunnudaginn 14. september og verður boðið upp á 5 og 10 km hlaup með tímatöku og einnig 5 km göngu

Vegleg verðlaun eru fyrir fyrstu sætin í karla- og kvennaflokki í báðum vegalengdum og þrjátíu stórglæsilegir útdráttarvinningar.

Þátttökugjald er 2.000 kr.  en frítt er fyrir 12 ára og yngri. Ágóðinn rennur óskiptur til að styðja þjónustu við konur sem greinast með krabbamein í kvenlíffærum.

Maraþonhlauparar.
Maraþonhlauparar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál