Slæm líkamsstaða hefur áhrif á kynhvötina

Líkamsstaðan getur haft áhrif á kynhvötina
Líkamsstaðan getur haft áhrif á kynhvötina

Við vitum öll að það að sitja hokinn er slæmt fyrir bakið en það sem færri vita er að slæm líkamsstaða getur haft áhrif á skapgerð fólks og jafnvel kynhvöt.

Á heimasíðu MailOnline er greint frá niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var um áhrif líkamsstöðu á líf fólks. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þeir sem sitja gjarnan í keng nota að jafnaði fleiri blótsyrði og eru með minna sjálfstraust heldur en þeir sem sitja beinir í baki.

„Það er augljóst hvaða áhrif slæm líkamsstaða hefur á bakið en það sem kemur á óvart er að það að sitja með bogið bak hindrar súrefnisflæði í líkamanum og kemur í veg fyrir góða meltingu. Þetta veldur ýmsum kvillum eins og stressi og orkuleysi,“ segir sjúkraþjálfinn Sammy Margo.

Orkuleysi og stress getur þá vissulega dregið úr kynhvöt og leitt til vandræða í rúminu og því borgar sig að sitja beinn í baki.

Rannsóknin sem leiddi þessar niðurstöður í ljós var framkvæmd í Nýja-Sjálandi og tóku 74 einstaklingar þátt í rannsókninni.

Þátttakendur voru látnir sitja annaðhvort beinir eða bognir í baki í ákveðinn tíma og afleiðingarnar leyndu sér ekki. Þeir sem sátu bognir í baki voru með lítið sjálfstraust og skapstyggir á meðan þeir sem sátu beinir í baki voru afkastameiri og jákvæðari.

Þeir sem eyða deginum fyrir framan tölvuna ættu að sitja …
Þeir sem eyða deginum fyrir framan tölvuna ættu að sitja beinir í baki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál