Omega-3 fitusýrur draga úr reykingum

Gæti ódýrt fæðubótaefni verið svarið fyrir þá sem vilja hætta …
Gæti ódýrt fæðubótaefni verið svarið fyrir þá sem vilja hætta að reykja?

Ætlar þú að hætta að reykja? Þá gætu omega-3 fitusýrur verið svarið fyrir þig. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar, sem unnin var við háskólann í Haifa í Ísrael,  geta fæðubótaefni sem innihalda ríkulegt magn omega-3 fitusýra dregið úr lönguninni í nikótín.

Rannsóknin var framkvæmd þannig að 48 reykingamönnum sem höfðu reykt í 11 ár eða lengur var skipt handahófskennt í tvo hópa. Hver og einn einstaklingur í öðrum hópnum átti að taka inn omega-3 fæðubótarefni á hverjum degi í einn mánuð. Hinn hópurinn fékk lyfleysu.

Eftir einn mánuð höfðu þeir sem tóku inn omega-3 fæðubótaefnið minnkað reykingarnar um 11 prósent að meðaltali á meðan þeir sem tóku inn lyfleysu reyktu jafn mikið.

Vísindamaðurinn sem stýrði rannsókninni, Sharon Rabinovitz Shenkar, er ánægð með niðurstöðurnar. „Þau lyf sem standa reykingamönnum til boða í dag til að draga úr reykingum eru ekki mjög áhrifarík og valda ýmsum slæmum aukaverkunum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að omega-3 fitusýrur, ódýrt og aðgengilegt fæðubótarefni, dregur verulega úr reykingum,“ sagði Shenkar í viðtali við DailyMail.

Stress ýtir undir löngunina í nikótín

Reykingar eru sagðar hafa slæm áhrif á þær fitusýrur sem eru í heilanum sem veldur því þá að heilastarfsemin er ekki eins góð og ætla mætti. Þetta verður til þess að reykingamenn eiga ómeðvitað erfiðara með að standast löngunina í meira nikótín samkvæmt upplýsingum sem gefnar voru út með rannsókninni.

„Eldri rannsóknir hafa þá leitt í ljós að skortur á omega-3 fitusýrum hefur einnig áhrif á andlega heilsu okkar,“ útskýrði Shenkar sem telur stress og andlegt ójafnvægi oft leiða til þess að reykingamenn láti undan lönguninni í nikótín.

Niðurstöðurnar voru upphaflega kynnar í læknatímaritinu Journal of Psychopharmacology.

Það er erfitt að hætta að reykja en omega-3 fitusýrur …
Það er erfitt að hætta að reykja en omega-3 fitusýrur gætu gert það auðlveldara. acne einstein
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál