Reykir þú eina á djamminu?

Það er margt fólk sem reykir eina sígarettu á djamminu …
Það er margt fólk sem reykir eina sígarettu á djamminu en telur sig þó ekki vera reykingafólk.

Það eru margir sem telja sig ekki vera reykingamenn en leyfa sér samt eina eða tvær sígarettur annað slagið í góðra vina hópi. Það er þó alls ekki hættulaust að reykja eina sígarettu á viku samkvæmt nýjum upplýsingum sem ameríska krabbameinsfélagið gaf út.

Leikkonan heilsumeðvitaða Gwyneth Paltrow er einmitt ein þeirra sem leyfa sér að reykja eina sígarettu í réttum kringumstæðum. Hún mun kannski hætta því þegar hún sér þessar niðurstöður sem krabbameinsfélagið kynnti nýverið á ráðstefnu.

Halda að það sé skaðlaust að reykja lítið

Á ráðstefnunni var greint frá því að aðeins ein sígaretta getur haft mikil áhrif. Hjartsláttartíðnin eykst til muna og blóðþrýstingurinn fer upp úr öllu valdi um leið og við tökum einn „smók“.

„Þetta fólk [sem reykir lítið og sjaldan] hefur tilhneigingu til að halda að það sé ekki að gera neitt heilsuspillandi,“ sagði einn rannsakandinn sem vill benda á að reykingar, hvort heldur sem sem er í litlu eða miklu magni, hafa afar slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið.

Á ráðstefnunni var einnig greint frá því að það tekur lungun margar vikur og jafnvel mánuði að jafna sig eftir reykingar, þetta uppgötvar fólk svo þegar þolið er ekki eins og það á að sér að vera.

Það er alls ekki skaðlaust að reykja „bara“ eina sígarettu …
Það er alls ekki skaðlaust að reykja „bara“ eina sígarettu á viku. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál