Skallinn gæti tilheyrt fortíðinni

Margir menn verða sköllóttir á seinni árum ævinnar.
Margir menn verða sköllóttir á seinni árum ævinnar.

Um helmingur allra karlmanna í kringum fimmtugt kannast við að sjá kollvikin fara hækkandi og hárunum á höfðinu fækka. Við tekur ákveðin örvænting hjá sumum. Margir eiga erfitt með að missa hárið og reyna að halda í síðustu stráin sem allra lengst. Donald Tump er dæmi um slíkan mann er hann skartar einni rosalegustu „comb-over“ allra tíma.

En þessir örvæntingarfullu þunnhærðu menn standa nú mögulega í þakkarskuld við vísindamenn sem starfa á Sanford-Burnham Medical-rannsóknarstofnuninni í San Diego í Kaliforníu. Hármissir gæti tilheyrt fortíðinni, þökk sé þeim vísindamönnum, því þeim tókst að láta hár vaxa með stofnfrumumeðferð.

Hafa gert tilraunir á rottum

Fyrri tilraunir til að búa til heilbrigðan hárpoka hafa misheppnast en nýverið tókst hópi vísindamanna loks að finna lausn á málinu. Frá þessu er greint á heimasíðu Telegraph

Vísindamennirnir hafa þróað ákveðna aðferð til að búa til heilbrigða hársekki og hafa hingað til aðeins gert tilraunir á rottum.

„Stofnfrumuaðferðin okkar gefur okkur ótakmarkað magn af frumum sem hægt er að búa til heilbrigða hársekki úr,“ sagði prófessorinn Alexey Terskikh. Næsta skref er þá að prófa meðferðina á manneskju að sögn Terskikhs.

Donald Trump á erfitt með að sætta sig við skallann.
Donald Trump á erfitt með að sætta sig við skallann. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál