Topp 10 bestu strendur í heimi að mati TripAdvisor

Tíu fegurstu strendur jarðar að mati lesenda TripAdvisor.
Tíu fegurstu strendur jarðar að mati lesenda TripAdvisor. TripAdvisor

„Ég hef gengið um sólheita sanda og brimgnýr ókunnra hafa blandaðist þyti míns blóðs,“ orti Steinn Steinarr hér um árið. 

Kannski lét hann huga sinn reika um sólarstrendur heimsins meðan frost var á Fróni svo fraus í æðum blóð? Eitt er víst að það er stundarfriður fólgin í því að skoða þessar strendur og láta sig dreyma um að sötra pina colada úr kókoshnetu meðan einhver sér um að bera sólaráburð á bakið. 

Ferðasíðan TripAdvisor gerði þessa samantekt um fallegustu og bestu strendur jarðar en á að minnsta kosti eina þeirra er hægt að komast með beinu flugi héðan frá Íslandi!

Til dæmis fljúga einhverjar vélar beint til grísku eyjarinnar Krítar en þar er hin íðilfagra Elafonissi strönd. Aðrar strendur er aðeins lengra að sækja en fallegar eru þær!

Fallegasta strönd jarðar!
Fallegasta strönd jarðar! TripAdvisor

1. Baia do Sancho, við Fernando de Noronha í Brasilíu. 

Fallegustu strönd heims er að finna á virku eldfjallasvæði á lítilli eyju undan Brasilíu. Þangað er langt að fara, en ekki í huganum. 

Turks og Caicos eyjurnar eru kenndar við Providenciales í Karíbahafi, …
Turks og Caicos eyjurnar eru kenndar við Providenciales í Karíbahafi, þar blakta þessi pálmatré í vindinum. TripAdvisor

2. Grace fjörður við Turks og Caicos eyjur í Karíbahafi.

Þessar eyjar eru sunnan við Bahamaeyjar. Agnarsmáar en vinsæll ferðamannastaður og óskaplega fallegar en þarna er gott að fara allt árið um kring því loftslagið er frábært. 

Á Kanínuströnd við Sikiley hafa kannski einhverjir mafíukóngar sólað sig …
Á Kanínuströnd við Sikiley hafa kannski einhverjir mafíukóngar sólað sig á síðustu öld. TripAdvisor

3. Kanínustrendur eða Rabbit Beach á Sikiley, Ítalíu. 

Hingað er best að fara frá maí til september en Sikiley er einstaklega vinsæll og skemmtilegur ferðamannastaður. 

Fjórða fallegasta strönd jarðar er á Kúbu og kennd við …
Fjórða fallegasta strönd jarðar er á Kúbu og kennd við Paradís, Playa Paraiso. TripAdvisor

 4. Playa Paraiso á Kúbu

Hún er kennd við paradís og lítur þannig út þessi fallega strönd á eyjunni Cayo Largo sem liggur austan við Kúbu. 

Ses Illetes ströndin skartar dúnmjúkum hvítum sandi.
Ses Illetes ströndin skartar dúnmjúkum hvítum sandi. TripAdvisor

5. Ses Illetes ströndin á Formentera við Ibiza. 

Það er ekki að ástæðulausu að litla eyjan Formentera undan austurströnd Spánar er kölluð „litla systir Ibiza““. Þó hún sé pínulítil er þetta vinsæll ferðamannastaður enda sérlega fallegur staður. Ses Illetes ströndin skartar dúnmjúkum hvítum sandi og dásamlegu útsýni yfir kóngablátt hafið en þar er jafnframt algengt að skútusiglingafólk leggi að höfn. 

Anse Lazio er agnarsmá eyja undan ströndum Sómalíu.
Anse Lazio er agnarsmá eyja undan ströndum Sómalíu. TripAdvisor

6. Anze Lazio á Praslin eyju 

Þessi fallega strönd er, eins og svo margar aðrar, á lítilli eyju. Eyjan heitir Praslin og liggur undan ströndum Sómalíu í Afríku. 32 hótel eru á þessari fallegu litlu eyju en þarna er hafið himinblátt og litríkir kóralar skreyta grynningarnar. 

Hvíta ströndin á Filippseyjum. Þarna myndi margur íslendingurinn flatmaga sáttur.
Hvíta ströndin á Filippseyjum. Þarna myndi margur íslendingurinn flatmaga sáttur. TripAdvisor

7. Hvíta ströndin á Filippseyjum

Krítarhvítur sandur á strönd sem teygir sig fjóra kílómetra og margir vilja meina að sé fegursta ströndin í gervallri Asíu. Hún er að minnsta kosti sú sjöunda fallegasta í heimi að mati lesenda TripAdvisor. Hingað er best að koma á tímabilinu desember-maí.

Flamengó ströndin í Puerto Rico.
Flamengó ströndin í Puerto Rico. TripAdvisor

8. Flamengó strönd, Culebra, Puerto Rico 

Enn og aftur eru það agnarsmáu eyjar heimsins sem bjóða fegurstu strendurnar. Flamengó ströndin er burtu frá öllum skarkala heimsins, á litlu eyjunni Culebra sem tilheyrir Puerto Rico í Suður-Ameríku. 

Þessa fegurð er að finna í Ástralíu.
Þessa fegurð er að finna í Ástralíu. TripAdvisor

9. Whitehaven ströndin á Whitsunday í Ástralíu

Það þarf ekki að koma á óvart að strendurnar við stærsta kóralrif jarðar séu á listanum yfir þær allra fallegustu. Whitehaven ströndin er sjö kílómetra löng og teygir sig eftir Whitsundays en hún er fræg fyrir sína hvítu sanda og grænbláa haf. 

Elafonissi á Krít
Elafonissi á Krít TripAdvisor

10. Elafonissi á Krít

Í tíunda sæti yfir fallegustu strendur heims er Elafonissi á Krít en sú eyja tilheyrir Grikklandi og eins og fyrr segir er hægt að komast þangað með beinu flugi frá Íslandi. 

Litirnir eru guðdómlegir, himinblátt haf og bleikur sandur. Hreinlega eins og paradís. Reyndar er eyjan Krít fræg fyrir strendurnar sínar og óhætt er að mæla með því að leigja þar bílaleigubíl og ferðast um eyjuna sem er dýrðlega gjöful og falleg, ásamt því að vera gríðarlega mikilvæg sögu vestrænnar menningar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál