„Löngunin verður svakaleg í allt óhollt“

Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir.
Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Vika 5 að byrja þetta flýgur áfram og af hverju er ég ekki orðin slank og fín? Aha....óþolinmæði það er vinkona mín og hún er alveg að gera út af við mig núna. Nú er á brattann að sækja og ekki má gefast upp. Það kannast allir við að byrja í átaki, breyta lífsstíl og vera í fullum eldmóði en svo bara gerist eitthvað. Allt verður erfitt og óyfirstíganlegt,“ segir Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir í sínum nýjasta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu.

„Löngunin verður svakaleg í allt óhollt, aumingja ég glymur í kollinum á mér og kílóin hætta að hverfa eins hratt og í byrjun. Ég vorkenndi mér svolítið í dag. Búið að vera mikið að gera í vinnunni, leiðindar vetur, allir hafa það svo gott og eru svo sætir og fínir nema ég. En þetta þýðir ekkert, þetta gerir mér ekkert gott,“ seir hún.

Á þessum fjórum vikum eða síðan heilsuferðalagið byrjaði er Sigrún Lóa búin að missa 7 kíló og tugir sentimetra eru horfnir. 

„Bingóvöðvarnir á undanhaldi, styrkurinn að aukast, þolið allt að koma af hverju er ég ekki í skýjunum? Jú kannski af því ég er smá hrædd. Get ég staðist þetta, get ég haldið þessum líffstíl, get ég komið mér í kjörþyngd? Hef ég nægilegt úthald og get ég einhvern tímann gert allar æfingarnar eins og þjálfarinn? Ég hef gert þetta svo oft og fallið í sama farið. En... það sem ég áttaði mig á þegar ég settist niður er að þetta verður allt til í hausnum á mér sjálfri. Ég þarf ekki að stóla á neinn nema sjálfa mig og af hverju í ósköpunum ætti ég að bregðast mér? Ég sem er alltaf til staðar fyrir alla aðra. Þá ákvað ég að skrifa í dagbókina mína allt það sem ég get verið þakklát fyrir. Marta María gaf okkur dagbók og kom með þessa hugmynd, mér fannst hún ekkert sniðug fyrst en þetta virkar. Bara að skrifa á eina blaðsíðu á hvejum degi þá hluti sem þú getur glaðst yfir þann daginn. Það þarf ekki að vera meira en bara fuglinn sem sat í trénu í morgun og söng, hann var glaður og kátur. Þetta safnast saman og þegar allt er í voli flettir maður bara í bókinni og les og allt verður svo miklu betra.“ 

Sigrún Lóa segir að það skipti máli að andlegur stöðugleiki sé til staðar. 

„Andlegur stöðugleiki þarf að vera til staðar til þess að þú getir gert varanlegar breytingar á lífsstílnum. Yfirleitt hef ég kveðið upp dauðadóm yfir líkamsræktarátakinu með því að ætla mér of mikið. Í orðinu átak felst sá skilningur að það sé erfitt og það verður erfitt en gaman. Svo má ekki gleyma stelpunum í ferðalaginu með mér. Fátt er betra en góður æfingafélagi, hann hvetur þig áfram í æfingum, rekur þig til að mæta, fylgist með árangrinum þínum og spyr þig reglulega hvort þú hafir nokkuð svindlað og hrósar óspart fyrir dugnaðinn. Ég er á góðum stað og mun halda ótrauð áfram.“

Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir.
Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál