Heiða upplifði jarðskjálfta á Indlandi

Bjarnheiður Hannesdóttir áður en hún fór í hjartastopp, fékk heilaskaða …
Bjarnheiður Hannesdóttir áður en hún fór í hjartastopp, fékk heilaskaða og endaði í hjólastól.

„Laugardagsmorgun hér í Nýju Delhí og við komin  á ról um kl 8. iðjuþjálfun kl.10 og sjúkraþjálfun kl. 11. Heiða er ekki góð í maganum en borðar samt morgunmatinn og við erum aðeins of sein í iðjuþjálfun, gerist á bestu bæjum.

Á meðan Dr. Dipin var að teygja Heiðu skrapp ég aðeins út með myndavélina, fór yfir götuna hér fyrir framan og smellti nokkrum myndum. Það er verið að byggja 3 hús hérna rétt hjá og það er ótrúleg sjón að sjá, þetta er svo gamladags,“ segir Snorri Hreiðarsson maður Bjarnheiðar Hannesdóttur eða Heiðu eins og hún er kölluð á bloggsíðu hennar heidahannesar.com. Heiða er í stofnfrumumeðferð á Indlandi núna. 

Bjarnheiður Hannesdóttir í stofnfrumumeðferð á Indlandi.
Bjarnheiður Hannesdóttir í stofnfrumumeðferð á Indlandi.

„Þegar ég kom til baka var Heiða að ganga með göngugrindina og núna gekk henni sko vel, skrefin hennar voru góð og hún stóð upprétt og bein, Dr. Dipin var hæstánægður með hana, góður tími í sjúkraþjálfun. Og svo þegar Heiða er að setjast í stólinn kom jarðskjálfti, vá spes, þetta var ekki stór skjálfti en fannst vel. Það hrundi ekkert úr hillum né datt af veggjum en allir þurftu að fara út í smá stund og fólk var skelkað, eðlilega,“ segir Snorri. 

Bjarnheiður Hannesdóttir er komin til Indlands í stofnfrumumeðferð.
Bjarnheiður Hannesdóttir er komin til Indlands í stofnfrumumeðferð. Ljósmynd/heidahannesar.com

„Það var stór skjálfti í Nepal 7,9 á ricther og þar fór allt í klessu, sem betur fer er Nýja Delhí svolítið frá Nepal svo þetta var ekki mikið hér. Sem betur fer.

Við fórum aðeins út og sátum fyrir framan húsið. Heiðu finnst gott að fara aðeins í sólina, pössum okkur að vera ekki of lengi. Fengum okkur að borða og svo fórum við í göngutúr um hverfið. Fórum nú að kanna nágrennið betur, gengum götu sem við höfum ekki gengið áður og það var auðvitað ævintýr. Umferðin brjáluð og mjög erfitt að komast með hjólastólinn um og á miðri leið komumst við ekkert lengra vegna stólpa sem var búið að setja á miðja gangstéttina og stóllinn komst ekki á milli, þá var annaðhvort að snúa við eða taka svona þrönga hliðargötu, sem við gerðum, þar var fullt af litlum búðum með allskonar drasli og ógeðslegum búllum, kannski kaffihús og svo við hliðina á því mótorhjólaverkstæði með tilheyrandi olíulykt, svo kom kannski saumastofa og svo dekkjaverkstæði. Tala nú ekki um flugurnar út um allt. Þetta er svo magnað að maður er eiginlega orðlaus yfir þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál