Hvað er til ráða við bjúg og uppþembu?

Næringaþerapistinn Inga Kristjánsdóttir segir mikilvægt að borða reglulega yfir daginn.
Næringaþerapistinn Inga Kristjánsdóttir segir mikilvægt að borða reglulega yfir daginn. Ljósmynd/FerðaAskur

„Ég stunda ræktina og borða frekar hollt. Ég hef verið að fá mikinn bjúg og mikla uppþembu. Maginn verður alveg útþaninn. Einnig hef ég haft meltingarvandamál. Ég borða reyndar frekar óreglulega. Ég er líka byrjuð að fá nábít, að ég held. Ég hef tekið eftir að ég fæ þessi einkenni ef ég fæ mér chia fræ, gróft brauð og þegar ég tek inn töflur. Þetta er rosalega óþægilegt sérstaklega þegar ég fer í ræktina því mér verður svo óglatt.“ Svona hljóðar hugleiðing sem næringaþerapistinn Inga Kristjánsdóttir fékk á dögunum. Inga birti svar sitt  á heimasíðu Heilsuhússins.

„Það er nú þannig að það sem er hollt og gott fyrir einn þarf ekki að vera það fyrir annan. Svo kölluð holl fæða getur hæglega valdið vandamálum hjá fólki og í því samhengi nefni ég kannski fyrst mjólkurvörurnar. Þær myndu í orðabók flestra flokkast sem hollusta, en þó eru ótal margir sem geta engan veginn borðað þær sökum óþols. Mjólkurvörur eru einfaldlega erfiðar fyrir meltinguna enda hæfir kúamjólk kálfum en ekki manneskjum! Ég segi svona, þér finnst þetta kannski hljóma kjánalega, en auðvitað er þetta rökrétt ekki satt?“

„Kýr eru jú jórturdýr með 4 maga en við erum aðeins með einn, jórtrum ekki og varla hentar sama fæðan okkur og elskulegu kálfunum. Bjúgur og uppþemba eru að mínu mati hefðbundin einkenni mjólkuróþols. Það hefur lengi loðað við að þegar fólk æfir mikið og er duglegt í ræktinni þá borðar það einnig gjarnan mikið af mjólkurvörum, til dæmis skyri. Er það raunin hjá þér? Ef svo er þá skaltu prófa að sleppa öllum mjólkurmat og sjá hvað gerist,“ segir Inga í svari sínu. 

 Mikilvægt að borða reglulega

„Það eru auðvitað ótal aðrar fæðutegundir sem geta skapað svona vandamál og um að gera að hlusta á líkamann þegar hann bregst við með einkennum eins og þú lýsir. Ógleði og nábítur eru ekki eðlileg líðan. Endilega slepptu því að borða þá fæðu sem veldur þessari vanlíðan hjá þér. Þú nefnir líka að þú borðir óreglulega og það eitt og sér er í raun nóg til að setja meltinguna úr jafnvægi. Þá veit hún illa við hverju hún á að búast og hægir gjarnan á sér. Það sem getur gerst er að framleiðsla á meltingarhvötum, ensímum sýru og galli, sem eru nauðsynleg eðlilegri meltingu minnkar og þá getur gengið illa að brjóta niður fæðuna. Þetta getur líka valdið miklum uppþembum, ógleði, bakflæðiseinkennum og vanlíðan.“

„Það er því bráð nauðsynlegt fyrir þig að kippa þessu í lag, reyndu að borða 4 x á dag og ekki mjög stórar máltíðir. Þú gætir líka prófað að fá þér meltingarensím í bætiefnaformi og taka þau með mat.“

„Ef þér verður óglatt við að taka inn töflur (ég reikna með því að þú sért að tala um einhver bætiefni) þá gæti ástæðan annaðhvort verið sú að þú sért að taka þær á fastandi maga eða þú hreinlega þolir þær ekki. Prófaðu að taka þær með mat og ef það dugar ekki hættu þá alveg að taka þær.“

„Það væri svo sniðugt fyrir þig að huga aðeins að þarmaflórunni þinni og næra hana með vinveittum meltingargerlum (asídófílus). Það er alltaf gott og getur hjálpað þér að koma lagi á meltinguna,“ segir Inga að lokum og stingur upp á að þeir sem eigi við svipað vandamál að stríða prófi t.d. að taka inn Super Digestaway bætiefnið frá Solaray.

Super Digestaway bætiefnið frá Solaray.
Super Digestaway bætiefnið frá Solaray.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál