Nýjasta æðið er „sinnepsbað“

Er fólk nú farið að setja sinnep út í baðvatnið?
Er fólk nú farið að setja sinnep út í baðvatnið?

„Vissir þú að íþróttafólk lofsamar sinnepsböð? Eftir smá rannsóknarvinnu komst ég að því að a) fólk notar ekki venjulegt sinnep í slík böð og b) þetta er aldagömul hefð sem reka má til Forn-Grikkja,“ skrifar blaðakonan Lauren Valenti í pistil sinn á Marie Claire.

Sinnepsbaðið á að draga úr þrota, auka blóðflæði og losa líkamann við eiturefni. Þessi meðferð mun hafa yngjandi áhrif á húðina að sögn Valenti sem vildi ólm fá að prófa. Hún fjárfesti í sinnepsdufti frá Dr. Singha.

„Eitt kvöldið eftir vinnu bætti ég einni matskeið af þessu ljósgula dufti út í volgt baðvatnið,“ skrifar Valenti. „Þetta var góð tilfinning, fyrir utan að mig sveið í sár sem ég var með á fætinum. Þetta dót er kröftugt. Þetta var svolítið eins og að baða sig í reykelsi.“ Eftir baðið fór Valenti svo í kalda sturtu, þerraði sig og bar á sig líkamskrem.

„Ég vaknaði með þessa dúnmjúku og ljómandi húð sem angaði af kryddi allan daginn,“ skrifar Valenti sem mælir eindregið með sinnepsbaði.

Sinnepsduftið frá Dr. Singha er öflugt.
Sinnepsduftið frá Dr. Singha er öflugt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál