Hollar leiðir til að seðja sykurlöngun

Hérna koma nokkur skotheld ráð til að losna við sykurlöngun frá heilsumarkþjálfanum Júlíu Magnúsdóttur. „Eins og þú kannski veist þá veldur sykur til dæmis þreytu, sleni, hausverk, skapsveiflum og tannskemmdum svo ekki sé talað um langtímaáhrif eins og sykursýki og hjartasjúkdóma,“ segir Júlía sem skorar á fólk til að losna við sykurlöngunina á 14 dögum. Áhugasamir geta kynnt sér áskorunina nánar á heimasíðunnu Lifðu til fulls.

  • „Drekktu meira vatn. Stundum þegar líkamann skortir vatn getur það leitt til löngunar í sykur eða svengdar. Drekktu því allt að 2-3 lítra af vatni yfir daginn. Ef þú ert vön að drekka mikið af ávaxtasafa eða gosi, byrjaðu þá að skipta því út fyrir vatn með frosnum berjum, sítrónu eða kryddjurt til að bragðbæta.“

  • „Borðaðu nóg af dökkgrænu. Dökkgrænt grænmeti eins og grænkál og spínat getur hjálpað til við að minnka sykurlöngun. Biturleiki grænkálsins virkar eins og endurstilling á löngun í sætindi. Þessir kostir eru líka stútfullir af öflugum næringarefnum sem styðja við jafnvægi líkamans og hjálpa þannig við að vinna gegn sykurpúkanum.“

  • „Borðaðu magnesíumríka fæðu eða taktu inn magnesíum. Súkkulaði er ríkt að magnesíum sem skýrir af hverju við sækjum oft í súkkulaði. Aðrar magnesíumríkar fæðutegundir eru t.d. avókadó, möndlur og kakónibbur. Þetta er dæmi um þá fæðu sem við notum mikið í uppskriftum í sykurlausu áskoruninni.“

  • „Byrjaðu á að minnka sykur hægt og bítandi. Ein ástæða þess að við leggjum upp með að borða eina sykurlausa uppskrift á dag í sykurlausu áskoruninni er vegna þess að um leið og við byrjum að bæta við góðri næringu fyrir líkamann minnkar sykurþörfin. Með litlum skrefum gerast stórir hlutir.“

  • „Hugaðu að svefninum svo þú sækir síður í snögga orku frá sykri.“

  • „Byrjaðu daginn þinn ótrúlega hollan. Hvernig dagurinn byrjar getur haft ótrúleg áhrif á hvernig hann fer. Byrjaðu því daginn á hollustumáltíðinni sem þú gætir hugsað þér. Máltíð sem samanstendur af próteinum, kolvetnum og fitu og hjálpar til við að auka brennslu, stjórna matarlöngum og blóðsykri yfir daginn. Ég byrja mjög oft daginn á dúndurgóðum þeytingi sem er fullur af næringarefnum.“

  • „Haltu blóðsykrinum jöfnum með góðu sykurlausu snarli. Við eigum það til að grípa í sykur því það er svo einfalt og þægilegt. Hafðu því alltaf eitthvað hollt við höndina sem þú getur nartað í. Möndlur og kakónibbur eru góðir kostir.“
Avókadó er dæmi um magnasíumríka fæðu.
Avókadó er dæmi um magnasíumríka fæðu. Morgunblaðið/Arnaldur
Dökkgrænt grænmeti eins og grænkáli og spínati getur hjálpað til …
Dökkgrænt grænmeti eins og grænkáli og spínati getur hjálpað til við að minnka sykurlöngun. cooking classy
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál