Elskar líkamann stuttu eftir barnsburð

Hilaria Baldwin vill minna fólk á að það er mikilvægt …
Hilaria Baldwin vill minna fólk á að það er mikilvægt að elska líkamann eins og hann er eftir barnsburð. Myndirnar birti hún viku eftir að hún eignaðist sitt annað barn. Instagram @hilariabaldwin

Hilaria Baldwin, eiginkona leikarans Alecs Baldwins, eignaðist sitt annað barn, drenginn Rafael, fyrir rúmri viku og síðan þá hefur hún birt myndir af sér á Instagram til að sýna hvernig líkami hennar er að jafna sig.

„Nýjar upplýsingar. Rafael hefur það frábært. Hann er tveggja daga gamall núna. Hann er yndislegur lítill drengur. Ég hef það gott, ég hef vaknað með honum á tveggja tíma fresti. Ég hef alltaf ætlað mér að birta myndaröð af maganum eftir barnsburð en ég var ekki viss um að ég hefði kjarkinn í það. Ég vona að þið skiljið ásetning minn hérna: ég trúi því að það sé mikilvægt að sætta sig við og elska líkamann eftir að hafa gengið í gegnum það að koma nýju lífi í heiminn,“ skrifaði Hilaria við fyrstu myndina sem hún birti. Síðan þá hefur hún birt tvær aðrar myndir.

Hún hefur fengið góð viðbrögð við myndbirtingunum. Einhverjir fóru þó að rífast í athugasemdakerfinu því sumir héldu því fram að hún hefði farið í keisaraskurð. „Ég fór ekki í keisaraskurð,“ skrifaði Hilaria þá.

Hilaria og Alec giftu sig árið 2013. Saman eiga þau tvö börn, dóttur og son.

Hilaria Baldwin birti þessa mynd tveimur dögum eftir að hún …
Hilaria Baldwin birti þessa mynd tveimur dögum eftir að hún kom syni sínum í heiminn. Instagram @hilariabaldwin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál