Próteindrykkir- Þetta ber að varast

Prótíndrykkir eru sniðugir fyrir þá sem vilja grennast.
Prótíndrykkir eru sniðugir fyrir þá sem vilja grennast. mbl.is/AFP

Næringarfræðingurinn og einkaþjálfarinn JJ Virgin er afar hrifin af prótíndrykkjum. Hún segir að þeir henti vel þeim sem að vilji ná skjótum árangri og grennast hratt. „Ég hef haft viðskiptavini sem hreyfðu sig ekkert en fengu sér prótíndrykk í morgunmat og misstu nokkur kíló bara við það.“

Prótínrík fæða minnkar matarþörfina og heldur manni söddum lengur að sögn JJ Virgin. „Ég veit vel að fólk hefur ekki alltaf tíma né lyst fyrir prótínríka fæðu í morgunmat og þess vegna er prótíndrykkur fullkomin lausn. Rannsóknir hafa sýnt að prótíndrykkir hjálpa fólki að brenna fitu.“

Til þess að prótíndrykkur hafi alla bestu eiginleika sem völ er á þarf að velja af kostgæfni hvað sett er ofan í hann. Hér kemur listi sem Virgin tók saman yfir það sem ber að forðast að gera þegar próteindrykkir eru útbúnir. Listinn birtist á Mindbodygreen.

Ekki breyta próteindrykknum í mjólkurhristing

Með því að bæta sykurríkum hráefnum eins og þurrkuðum ávöxtum, sætri hnetumjólk og sykurbættu hnetusmjöri við getur drykkurinn auðveldlega orðið afar sykurmikill og óhollur.

Lausnin er að setja sykurlítið hráefni í drykkinn. Uppáhalds hráefni Virgin eru að blanda góðu prótíndufti við sykurlausa kókosmjólk, frosin hindber, avókadó, kál og fræ. „Þessi drykkur er afar einfaldur og heldur manni söddum í nokkra klukkutíma.“

Ekki velja rangt prótein

Nú er hægt að velja á milli margra prótíntegunda og því skiptir máli að velja rétt. Það er því afar mikilvægt að lesa vel á miðana áður en prótín er valið.

Mysa sem er eitt af aðal innihaldsefnunum í mjólk er einnig mikið notuð í prótínduft. Vandamálið við mysuna er aftur á móti það að hún heldur manni ekki lengi söddum sem er ekki gott ef fólk ætlar að drekka prótíndrykkinn í staðinn fyrir máltíð að sögn Virgin.

Þá er casein eða ostaefni önnur tegund af prótíni sem finnst einnig í mjólk. Próteinið dugar lengur en mysan en það virkar líkt og glúten og fólk verður háð því. Virgin er ekki hrifin af ostefni og ráðleggur fólki að sleppa því. 

Soja er einnig prótein sem að fólki ber að forðast en samkvæmt lækninum Amy Shah getur það haft slæm áhrif á starfsemi skjaldkirtilsins. 

Til þess að forðast öll þessi efni er best að lesa vel á umbúðirnar og velja prótínduft sem er hvorki með soja né prótein úr mjólkurvörum. Virgin mælir með plöntuprótínum úr hrísgrjónum, baunum, chia-fræjum, grænþörungum eða trönuberjum.

Sama hvaða prótínduft er valið á hver drykkur að innihalda um 20-25 grömm af prótíni að mati Virgin.

Ekki kaupa próteinduft sem er fullt af óhollum bætiefnum

Framleiðendur gera próteinduftið bragðgóð með því að bæta við þau ýmsum óhollum efnum eins og rotvarnarefnum og gervisykri. Ef þú sérð á innihaldslýsingunni að prótínið inniheldur eitthvað af þessu er best að skila því aftur.

Besta lausnin er enn og aftur að lesa vel allar merkingar og kaupa frekar prótínduft með færri innihaldsefnum og minna sykurmagni.

Virgin hefur þá reglu að prótínduftið innihaldi ekki meira en 5 grömm af viðbættum sykri á hvern 100 kaloríu skammt.

Það borgar sig að lesa innihaldslýsinguna þegar maður kaupir próteinduft.
Það borgar sig að lesa innihaldslýsinguna þegar maður kaupir próteinduft.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál