Nokkrir fróðleiksmolar um geirvörtuna

Geirvörturnar geta hugsanlega borið vitni um heilsu þína.
Geirvörturnar geta hugsanlega borið vitni um heilsu þína. Skjáskot Wikipedia

Eins og við vitum allar eru geirvörturnar ekki til skrauts. Það sem margir vita þó ekki er að þær geta borið vitni um heilsu okkar, líkt og fram kemur í pistli sem birtist á Prevention.com.

Vertu vakandi fyrir totum eða dældum

Ef að það myndast tota eða dæld við geirvörtuna á þér, sérstaklega ef það gerist bara öðru megin, skaltu leita ráða hjá lækni.

Þetta gæti verið vísbending um brjóstakrabbamein.

Útferð úr geirvörtum er eðlileg, jafnvel þótt þú sért ekki ólétt eða með barn á brjósti

Ef þú kreistir geirvörtuna þína er eðlilegt að örlítill vökvi seytli úr henni. Vökvinn getur verið allt frá mjólkurhvítum og yfir í blá- eða grænleitan eða jafnvel glæran.

Hinsvegar skaltu leita læknis ef útferðin frá geirvörtunni er blóðlituð, hún kemur aðeins úr einu brjósti, eða það seytlar úr brjósti þínu án þess að þú kreistir geirvörtuna. Þetta gæti verið vísbending um góðkynja æxli, meinlausa blöðru eða brjóstakrabbamein.

Þriðja geirvartan er algengari en þig grunar

Allt að 27 milljónir Bandaríkjamanna ert taldir hafa þriðju geirvörtuna einhversstaðar á líkamanum. Margir gera sér ekki grein fyrir því að þeir séu með auka geirvörtu því þær eru oft taldar fæðingablettir eða húðsepar.

Afar einfalt er að fjarlægja þriðju geirvörtuna, en aðgerðin tekur í kringum 30 mínútur og batinn eftir slíka aðgerð er skjótur.

Geirvörturnar geta orðið sárar í ræktinni

Vel sniðinn íþróttatoppur í réttri stærð, salvar og plástrar geta hjálpað þér að vinna bug á þessu vandamáli.

Ef þú hinsvegar tekur eftir því að geirvörturnar þínar eru rauðleitar og þig klæjar í þær, eða að á þeim hefur myndast hrúður skaltu fara til læknis. Þetta gæti verið merki um Paget sjúkdóminn sem er sjaldgæf tegund krabbameins sem leggst á geirvörtuna og vörtubauginn.

Raunar getur exem einnig einnig verið sökudólgurinn, þess vegna er óþarfi að hafa of miklar áhyggjur, þrátt fyrir að vissara sé að leita til læknis.

Loðnar geirvörtur eru fullkomlega eðlilegar – líka hjá konum

Litlu ójöfnurnar í kringum geirvörtuna eru hársekkir. Ef þú ert með óæskilegan eða dökkan hárvöxt á geirvörtunum getur þú fjarlægt hárin með því að plokka, vaxa eða klippa þau varfærnislega af.

Ef hársekkirnir stækka, á þeim myndast hrúður, eða þig fer að klæja í þá skaltu láta kíkja á þig. Það gæti verið vísbending um sýkingu eða krabbamein.

Sársauki við brjóstagjöf er algengur, en koma má í veg fyrir hann

Konur kvarta oft yfir æðaslætti, sviða eða sprungnum geirvörtum fyrstu vikurnar eftir barnsburð. Ef óþægindin verða langvarandi er ráðlagt að hafa samband við sérfræðing, svo sem ljósmóður, því mögulega er barnið ekki að taka brjóstið rétt.

Ef barnið er svolítið gráðugt og treður brjóstinu upp í sig þegar það sýgur er hætta á að þú verðir aum í geirvörtunum. Það getur einnig orðið til þess að þú fáir sýkingu.

Hafðu engar áhyggjur af innföllnum geirvörtum

Um 15% kvenna fæðast með innfallnar geirvörtur. Þetta stafar af því að bandvefur dregur geirvörtuna inn. Auðvelt er að lagfæra slíkt með skurðaðgerð.

Örlítill skurður er gerður á geirvörtuna, skorið er á vefinn og geirvartan hrekkur út.

Konur, og sumir karlmenn, örvast kynferðislega þegar geirvörtur þeirra eru snertar

Samkvæmt rannsókn háskólans í Rutger hefur örvun geirvörtunnar áhrif á sömu heilastöð og þegar leggöngin, snípurinn og leghálsinn eru verða fyrir örvun.

Ef þú ert að hugleiða að láta setja lokk í geirvörtuna á þér er gott að þú vitir að slíkt getur valdið taugaskaða sem verður til þess að næmi í geirvörtum minnkar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál