Ert þú með sykur- eða vín-andlit?

Hvað segir andlit þitt um mataræðið?
Hvað segir andlit þitt um mataræðið? Skjáskot af Davidwolfe.com

Samkvæmt náttúrulækninum og húðsérfræðingnum, Nigma Talib, má rekja ýmis algeng húðvandamál beint til mataræðisins. Talib gaf nýlega út bókina Reverse The Signs of Ageing: The Revolutionary Inside-Out Plan to Glowing, Youthful Skin, en meðal skjólstæðinga hennar eru til að mynda leikkonan Sienna Miller.

Talib er sannfærð um að það sem við látum ofan í okkur hafi bein áhrif á andlit okkar. Hún hefur tekið saman einkennin sem hún nefnir: „mjólkurvöru-andlit“, „vín-andlit“, „sykur-andlit“ og „glúten-andlit“, en hún segist geta séð framan í fólki hvaða fæðutegunda það neytir í of miklum mæli.

Vín-andlit
Einkenni: Áberandi línur, eða roði á milli augnanna, lafandi augnlok, stórar svitaholur, þurr húð með fínum línum sem teygja sig yfir kinnarnar. Einnig má sjá roða í kinnum og á nefi, sem og djúpar hrukkur í kringum nasir.

Einkenni þessi má finna hjá þeim sem neyta mikils áfengis í viku hverri. Áfengi þurrkar húðina og hefur áhrif á lifrina, en hátt sykurinnihald  á það til að hafa neikvæð áhrif á teygjanleika húðarinnar.

Hvað er til ráða? Forðastu áfengi í þrjár vikur. Að þeim loknum skalt þú fylgja 80/20 reglunni, þar sem þú heldur þig á beinu brautinni 80% tímans, en lætur svolítið eftir þér hin 20%.

Sykur-andlit
Einkenni: Línur og hrukkur á enninu, pokar undir augum, eyðilegur blær yfir andlitinu, sársaukafullar graftarbólur, þunn og gráleit húð.

Eins og kom fram að ofan eyðileggur mikil sykurneysla teygjanleika húðarinnar. Samkvæmt fræðunum sem Talib fer eftir er ennið tengt meltingunni, sem getur útskýrt útbrot eða hrukkur á enninu.

Hvað er til ráða? Hættu að borða unninn sykur. Þú getur annað hvort fjarlægt allan sykur úr mataræði þínu, eða minnkað hann hægt og rólega. Þú munt sjá mikinn mun á yfirbragði þínu. Í stað hvíts sykurs getur þú notað náttúrulega sætu, líkt og ávexti, hunang eða döðlur.

Mjólkurvöru-andlit
Einkenni: Bólgin augnlok, pokar og dökkir baugar undir augunum, ásamt litlum, hvítum bólum á hökunni.

Með tímanum hætta margir að geta melt mjólkurvörur, þetta veldur síðan bólgum þar sem líkaminn reynir að vinna bug á mjólkurvörunum með bólgumyndandi efnum.

Þess að auki eru margar mjólkurvörur uppfullar af hormónum. Þessi sömu hormón geta síðan komið róti á hormónastarfsemi líkamans.

Hvað er til ráða? Þeir sem gruna að þeir séu með óþol ættu að sleppa öllum mjólkurvörum í þrjár vikur og sjá hvort einhverjar breytingar verði á andlitum þeirra. Melting getur einnig orðið betri, auk þess semfólk verður oft orkumeira.

Glúten-andlit
Einkenni: Þrútnar og rauðar kinnar, ásamt dökkum blettum á og í kringum kinnarnar.

Glútenofnæmi tekur sinn toll á ónæmiskerfið, en það getur einnig haft neikvæð áhrif á æxlunarhormónana samkvæmt Talib.

Hvað er til ráða? Ef glúten er til vandræða dugir ekki að minnka neyslu þess. Nauðsynlegt er að hætta allri neyslu á því. Auk þess er gott að drekka nægt vatn og borða mikið af trefjum. Þetta hjálpar til við að jafna út litarhaftið og draga fram kinnbeinin á nýjan leik.

Hér má sjá áhrifin sem ákveðnar fæðutegundir hafa á andlitið …
Hér má sjá áhrifin sem ákveðnar fæðutegundir hafa á andlitið að sögn Dr. Nigma Talib. Skjáskot af Davidwolfe.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál