Bráðhollt að skrifa ástarbréf

Það getur beinlínis verið hollt að skrifa ástarbréf.
Það getur beinlínis verið hollt að skrifa ástarbréf. Skjáskot Mindbodygreen

Nú, á tímum samfélagsmiðla, eru bréfaskriftir ekki mjög tíðar. En þeir sem slitu barnsskónum hér á árum áður kannast kannski við að setjast niður og skrifa sæta orðsendingu til ástvinar.

Ekki nóg með að þetta sé hin krúttlegasta iðja, hefur hún fjölmarga heilsufarslega kosti í för með sér.

Það hefur lengi verið vita að ástundun á þakklæti og gæsku getur dregið úr kvíða, bætt samskipti og dregið úr streitu.

Þegar þú tekur þátt í ánægjulegum athöfnum, líkt og því að skrifa ástarbréf, virkjast viss svæði í heilanum sem stjórna tilfinningum, athygli, og minni líkt og fram kemur í grein Mindbodygreen.

Þess að auki benda rannsóknir til þess að ástarbréfaskrif geti einnig minnkað kólesteról í blóði.

Þar sem Valentínusardagurinn er á næsta leyti er ekki úr vegi að dusta rykið af þessari iðju, gleðja aðra og gera sjálfum sér gott í leiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál