7 hlutir sem gerast ef þú „plankar“ daglega

Mörgum finnst erfitt að fara í plankann. Það er þó …
Mörgum finnst erfitt að fara í plankann. Það er þó bæði hollt og gott. Skjáskot Popsugar

Ekki eru allir jafnhrifnir af plankanum, enda reynir hann talsvert á líkamann. Hann er þó bráðsniðugur og hefur ýmsa góða kosti í för með sér, líkt og fram kemur í grein Lifehack

Æfingin hefur góð áhrif á kjarnavöðvana
Plankinn virkjar alla helstu vöðvahópa á svæðinu. Þetta hefur í för með sér að þú munt eiga auðveldara með að lyfta þungu, þú færð aukinn stökkkraft og sterkara bak. Þar að auki stuðlar æfingin að lögulegum afturenda og „six-pack“ líkt og marga dreymir um.

Líkur á bakmeiðslum minnka
Plankinn gerir þér kleift að byggja upp vöðvamassa án þess að valda miklu álagi á mænu eða mjaðmir. Þá getur æfingin komið í veg fyrir eða dregið úr bakverkjum.

Plankinn eykur grunnbrennslu líkamans
Plankinn er sérlega góð æfing til að auka brennsluna. Ekki aðeins brennirðu mun fleiri hitaeiningum í plankanum en þegar þú gerir hefðbundnar magaæfingar, heldur mun æfingin styrkja kjarnavöðvahópana sem tryggja síðan að þú brennir fleiri hitaeiningum að jafnaði. Líka þegar þú ert ekki að hreyfa þig.

Líkamsstaðan batnar
Plankinn er frábær leið til að bæta líkamsstöðu, enda hafa kviðvöðvar mikil áhrif á ástand vöðva í hálsi, öxlum, brjósti og baki.

Jafnvægi eykst
Kannastu við að reyna að standa á öðrum fæti og missa jafnvægið eftir nokkrar sekúndur. Það er ekki hægt að kenna áfengisneyslu um nema þú hafir reynt þetta í ölæði, heldur er slöppum kviðvöðvum um að kenna.

Þú verður liðugri
Ef þú stundar plankaæfingar reglulega verðurðu mun liðugri en ella, enda teygirðu á fjölmörgum vöðvum svo sem í öxlum og herðablöðum. Þar að auki teygir þú á hásin, iljum og tám.

Plankinn léttir lund
Plankinn er sérlega góð æfing til að kæta og hressa þig við. Hvernig gerir hann það, spyrð þú kannski. Í plankanum teygirðu á vöðvahópum sem stuðla að og geyma streitu.

Margir sitja fyrir framan tölvu allan daginn. Vöðvarnir í lærunum verða stirðir, fótleggirnir verða þungir vegna þess að þeir eru bognir allan daginn og spenna sest í axlir, en plankinn er góður við þessu öllu. Þar að auki hefur sýnt sig að æfingin getur verið góð fyrir þá sem þjást af streitu og kvíða.

Plankinn er til margra hluta nytsamlegur.
Plankinn er til margra hluta nytsamlegur. Skjáskot Lifehack.org
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál