Þetta gerist ef þú borðar túrmerik daglega

Túrmerik hefur góð áhrif á húðina, og svo margt annað.
Túrmerik hefur góð áhrif á húðina, og svo margt annað. mbl.is

Túrmerik er ekki bara bragðgott og skemmtilegt krydd, heldur er það allra meina bót líkt og fram kemur í grein Healthy Holistic Living.

Vinnur á bólgum
Langvarandi bólgur eru taldar bera ábyrgð á mörgum sjúkdómum. Kúrkúmín, virka efnið í túrmeriki, er talið geta verið jafn bólguhamlandi eða jafnvel meira en mörg bólguhamlandi lyf á markaðnum.

Verndar heilann
Niðurstöður ýmissa rannsókna hafa leitt í ljós að kúrkúmín getur dregið úr mörgum aldurstengdum heilasjúkdómum.

Minnkar líkur á krabbameini
Túrmerik getur ekki aðeins dregið úr vexti krabbameinsfrumna, heldur getur það einnig hamlað útbreiðslu þeirra.

Bætir meltingu
Dagleg neysla á túrmeriki örvar gallblöðruna, dregur úr uppþembu og gasmyndun og kemur í veg fyrir bólgumyndun í meltingarveginum. Þeim sem þjást af sjúkdómum í gallblöðru er þó ekki ráðlagt að neyta kryddsins daglega.

Gott fyrir hjartað
Kúrkúmín er talið hafa góð áhrif á kólesteról í blóði. Þá er það einnig talið geta dregið úr líkum á blóðtappa og unnið gegn æðakölkun.

Dregur úr gigtareinkennum
Frekari rannsókna er þörf, en margir vilja meina að kryddið gagnist í baráttunni við gigt enda dregur það úr langvinnum bólgum.

Hægir á öldrun
Sindurefni og bólgur eru taldar spila mikilvæga rullu þegar kemur að öldrun, en túrmerik hefur áhrif á báða þessa þætti.

Gott er að bæta túrmeriki í súpur, pottrétti, grænmetisrétti, ýmsan austurlenskan mat, sósur og þeytinga.

Túrmerik er krydd sem gjarnan er notað í indverska matargerð.
Túrmerik er krydd sem gjarnan er notað í indverska matargerð. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál