11 hlutir sem þú þarft að vita áður en þú ferð að hlaupa

Margir vita fátt betra en að spretta úr spori í …
Margir vita fátt betra en að spretta úr spori í guðsgrænni náttúrunni. Ljósmynd / Getty Images

Á sumrin reima margir á sig hlaupaskóna og flykkjast á göngustíga landsins til að spretta úr spori, enda fátt betra en að hreyfa sig úti í guðsgrænni náttúrunni. Það er þó að ýmsu að huga, vefur SELF tók saman nokkur ráð fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Þú þarft að fjárfesta í góðum hlaupaskóm
Fætur okkar eru mismunandi, þess vegna geta skórnir sem henta næsta manni verið alveg ómögulegir fyrir þig. Nauðsynlegt er að vanda valið á hlaupaskóm.

Ekki reima skóna of þröngt
Þú vilt reima skóna þéttingsfast, en ekki of þröngt. Fæturnir eiga það til að bólgna svolítið á meðan hlaupinu stendur, sér í lagi þegar lengri vegalengdir eru farnar.

Ekki sleppa upphituninni
Það er mikilvægt að hita upp, líka þegar farið er út að hlaupa. Ef þú ert byrjandi, sem ert að fara að skokka stutta vegalengd, getur þú til að mynda gert nokkrar teygjuæfingar til að vekja vöðvana áður en haldið er á stað.

Hugaðu að tímanum, ekki vegalengdinni
Ef þú ert byrjandi er gott að setja sér markmið að hlaupa í ákveðinn tíma, í stað þess að hlaupa ákveðna vegalengd. Til að mynda er gott að setja sér það markmið að hlaupa í 15 mínútur, þrisvar í viku til að byrja með.

Forðastu að brenna út
Gott er að auka vegalengdirnar hægt og rólega, til að brenna ekki út. Gott er að miða við 5%-10% á viku.

Geymdu fínu hlaupaúrin
Snjallúr og smáforrit eru góð til síns brúks, en þau geta verið yfirþyrmandi fyrir nýgræðinga. Betra er að byggja upp traustan grunn, og taka síðan upp notkun snjallúra eða annarra hjálpartækja.

Góð líkamsstaða kemur í veg fyrir bakverk
Slæm líkamsstaða er algengasta orsök bakverkja meðal hlaupara. Best er að vera beinn í baki, með axlirnar aftur og olnbogana í 90 gráðum. Magavöðvarnir eiga einnig að vera virkir.

Einbeittu þér að stuttum sprettum
Gott er að einbeita sér að stuttum sprettum til að byrja með. Síðan má lengja sprettina með tímanum, án þess að það hafi áhrif á hlaupataktinn.

Hugaðu að vökvabúskapnum
Afar mikilvægt er að vökva líkamann fyrir hlaup, á meðan á því stendur og eftir að því er lokið. Gott er að sötra vel af vatni allan daginn, auk þess að vera með vatnsbrúsa við höndina á meðan á hlaupinu stendur. Þá er einnig mikilvægt að vökva líkamann vel eftir átökin.

Gættu að mataræðinu
Sumum þykir gott að hlaupa á fastandi maga, en öðrum ekki. Sérfræðingar mæla þó með að fá sér snarl sem er ríkt af kolvetnum tveimur tímum fyrir hlaup.

Nærðu líkamann eftir hlaup
Það er afar mikilvægt að næra líkamann vel að hlaupi loknu, en líkaminn þarf bæði á próteinum og kolvetni að halda eftir átökin.

Vanda þarf valið á hlaupaskóm.
Vanda þarf valið á hlaupaskóm. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál