Hvað er til ráða við brjóstvexti karla?

„Stundum eru fituvefur eða kirtlar fjarlægðir með skurðaðgerð,“ segir hjúkrunarfræðingurinn …
„Stundum eru fituvefur eða kirtlar fjarlægðir með skurðaðgerð,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Guðrún Ólafsdóttir í pistli um brjóstvöxt karla. Getty Images

„Brjóstvöxtur (gynecomastia) er þekkt vandamál meðal karla og er yfirleitt vegna breytinga á framleiðslu kynhormónanna testósteróns og estrógens. Brjóstastækkun getur komið fram í bara öðru brjóstinu eða  báðum og stundum er hún mismikil milli brjósta. Þetta er yfirleitt hættulaust ástand og ekki er ástæða til inngripa en geta stundum fylgt óþægindi eða sársauki og tilfinningaleg vanlíðan vegna breyttrar líkamsmyndar,“ skrifar hjúkrunarfræðingurinn Guðrún Ólafsdóttir í pistil sem birtist á doktor.is.

En hvað er til ráða? „Oft minnka brjóstin aftur án inngripa en stundum eru notuð lyf eða aðgerð til að minnka brjóstvefinn. Þar sem brjóstvefur er að mestu fituvefur getur hjálpað að breyta matarræði og draga úr sykur- og fituneyslu. Sumum hefur tekist að minnka brjóstin með sértækum æfingum og gott er að fá ráð hjá þjálfurum hvaða æfingar eru bestar til þess,“ skrifar Guðrún.

Stundum þarf að grípa til róttækari aðgerða. „Stundum eru fituvefur eða kirtlar fjarlægðir með skurðaðgerð. Annars vegar með fitusogi og er þá gerður lítill skurður hliðlægt á brjóstkassa.  Ef kirtilvefurinn er mjög þéttur í sér og erfitt að ná til hans með sogi þarf að skera og fjarlægja hann þannig. Þá er skorið við geirvörtu,“ skrifar Guðrún í pistilinn sem lesa má í heild sinni á vefnum doktor.is.

Breytt mataræði getur haft mikið að segja.
Breytt mataræði getur haft mikið að segja. Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál