Vantar þig járn en viltu ekki steik?

Ostrur innihalda heilmikið járn.
Ostrur innihalda heilmikið járn. Ljósmynd / Getty Images

Járnskortur er einn algengasti hörgulsjúkdómur dagsins í dag, sér í lagi meðal kvenna. Mörgum reynist erfitt að innbyrða nægilegan skammt af vítamíninu daglega, sér í lagi þeim sem hafa ekki áhuga á að leggja sér blóðuga steik til munns.

Í rauninni eru til tvær tegundir járns, járn sem finna má í dýraríkinu og síðan járn sem kemur úr plönturíkinu. Þeir sem ekki neyta dýraafurða þurfa að jafnaði að innbyrða meira járn en þeir sem leggja sér kjöt til munns.

Fæðutegundir sem eru auðugar af járni:

Ostrur
Ostrur innihalda meira járn og minni fitu en flest rautt kjöt. Þess að auki eru þær auðugar af selenium og zink sem eru nauðsynleg fyrir meltingarkerfið og skjaldkirtilinn.

Hvítar baunir
Í hálfum bolla af hvítum baunum eru fjögur milligrömm af járni. Baunir eru líka frábærar til að bæta trefjum og próteini við mataræðið, en gott er að bæta þeim í súpur eða salöt.

Tófú
Hálfur bolli af tófú inniheldur þrjú milligrömm af járni, sem er ögn meira en finna má í rauðu kjöti. Þar að auki er tófú vel til þess fallið að bæta próteini við kjötlausar máltíðir.

Spínat
Spínat er auðugt af járni, sem og fjöldanum öllum af öðrum vítamínum og steinefnum.

Chia-fræ
Þessi litlu og skemmtilegu fræ hafa verið sérlega vinsæl undanfarið, enda afar skemmtilegt hráefni. Auk þess má finna Omega-3 fitusýrur og trefjar í þessum litlu krúttum.

Kakó
Kakó er ekki bara bragðgott, því það er bráðhollt. Það inniheldur bæði mikið af járni og magnesíum sem er sérdeilis góð afsökun fyrir því að láta svolítið súkkulaði eftir sér.

Upplýsingar um fleiri járnríkar fæðutegundir má finna í pistli Prevention.

Kakó er bæði hollt og gott. Þá auðvitað kakó sem …
Kakó er bæði hollt og gott. Þá auðvitað kakó sem ekki hefur verið bætt með sykri. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál