Þráir líkaminn þinn trefjar?

Hægðatregða getur bent til þess að þig skorti trefjar.
Hægðatregða getur bent til þess að þig skorti trefjar. Ljósmynd / Getty Images

Trefjar eru líkamanum nauðsynlegar, en þær gegna meðal annars mikilvægu hlutverki þegar kemur að meltingunni, auk þess sem neysla þeirra dregur úr líkum á hjartasjúkdómum, sykursýki og jafnvel krabbameini.

Hægðatregða getur bent til þess að þig vanti trefjar. Líkaminn gefur þó frá sér ýmis önnur merki, sem sum hver eru miður kræsileg líkt og fram kemur í umfjöllun Prevention.

Hægðir þínar eru skringilegar í laginu
Ef hægðirnar þínar eru litlar, harðar og minna á steinvölur er það öruggt merki þess að þig vanti trefjar.

Þú verður fljótt svangur/svöng
Trefjar taka mikið pláss í meltingarveginum, sem gerir það að verkum að þú finnur lengur fyrir seddu. Ef garnirnar byrja að gaula klukkutíma, eða tveimur, eftir máltíð er það til marks um að þú hafir ekki innbyrt nægar trefjar.

Þú þjáist af uppþembu
Ef þú borðar mikið af trefjum, sérstaklega ef þú ert ekki vanur/vön því getur þú, fundið fyrir uppþembu. Það sama gerist þó ef þú borðar of lítið af trefjum.

Þig syfjar eftir máltíð
Risavaxnar máltíðir geta orðið til þess að þig syfji. En ef þig syfjar jafnan eftir hverja máltíð getur það bent til þess að þig skorti trefjar í fæðuna. Trefjar halda nefnilega blóðsykrinum í skefjum, en ef þær skortir á hann til að hækka skyndilega og falla jafnskyndilega.

Fleiri fróðleiksmola má finna hér.

Ef hægðir þínar minna á lamba- eða kanínuspörð er líklega …
Ef hægðir þínar minna á lamba- eða kanínuspörð er líklega ekki allt með felldu. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál