5 hlutir sem þú ættir ekki að gera í rúminu

Það kann ekki góðri lukku að stýra að háma í …
Það kann ekki góðri lukku að stýra að háma í sig góðgæti í rúminu. Ljósmynd / Getty Images

Svefn, eða skortur honum á, er mörgum hugleikinn þessi misserin. Mikið hefur verið rætt um streitu og þreytu og hugtökum líkt og „burn-out“ verið fleygt fram af miklum móð.

Flest vitum við að svefn er nauðsynlegur, en margir eiga þó í bölvuðu basli með að fá sína átta klukkutíma á nóttu. Sem betur fer er ýmislegt til ráða, og margt sem ætti að varast líkt og fram kemur í umfjöllun Prevention.

Ekkert gláp
Mörgum þykir sérlega gott að sofna út frá sjónvarpsglápi. Það er þó ekki sérlega sniðugt, enda virkar bláa ljósið frá skjánum örvandi á okkur og dregur úr líkum á því að við sofnum fljótt og örugglega. Best er að slökkva á sjónvarpinu klukkutíma áður en haldið er í háttinn.

Engir samfélagsmiðlar
Símar, líkt og sjónvörp og tölvuskjáir, gefa frá sér blátt ljós sem á það til að valda svefntruflunum. Ljósið getur haft áhrif á líkamsklukkuna og myndun melatóníns í líkamanum, sem aftur veldur því að erfitt sé að sofna.

Narta í góðgæti
Mörgum þykir ótrúlega kósý að borða í rúminu. Það getur þó dregið dilk á eftir sér, enda getur mylsna, og aðrar matarleifar, laðað að sér skordýr og önnur smákvikindi sem fæstir vilja deila rúmi með.

Rífast
Margir nota koddahjalið til að útkljá ýmsan ágreining. Það er þó vænlegra til árangurs að geyma rökræðurnar og kúra svolítið í staðinn. Ekki aðeins losar gott kúr endorfín úr læðingi sem gerir það að verkum að fólk á auðveldara með að sofa heldur sefur það jafnan betur. Þá er einnig mun vænlegra til árangurs að leysa ágreiningsmál eftir góðan nætursvefn.

Fleiri góð ráð má lesa hér.

Þessi er með þetta allt á hreinu.
Þessi er með þetta allt á hreinu. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál